Mikil spurn eftir beinu flugi í sólina

Sólarþorsti Íslendinga leynir sér ekki.
Sólarþorsti Íslendinga leynir sér ekki. Ljósmynd/Wikipedia

Sólarþorsti Íslendinga leynir sér ekki að sögn Andra Más Ingólfssonar, forseta ferðaskrifstofunnar Aventura. Hann segir að það sé ljóst á bókunum síðustu daga að fjöldi Íslendinga sé að leita að flugi til og frá Spáni yfir páskana. 

Ferðaskrifstofan Aventura býður upp á beint flug með Icelandair til Alicante á Spáni um páskana, en flogið verður út 27. mars og aftur heim 7. apríl. 

Engar takmarkanir eru á komu íslenskra ferðamanna til Spánar og margir hafa nýtt sér það.

Fá flug eru til og frá Íslandi í þessu árferði en eitt flug fór frá Keflavíkurflugvelli í dag en það var vél Icelandair sem flaug til Kaupmannahafnar í morgun. Hún kom aftur til landsins síðdegis í dag. 

Um helgina eru 9 flug á áætlun en áfangastaðirnir eru Pólland, Holland, Danmörk, Lettland, Grænland, Bretland, Bandaríkin og Þýskaland.

Heimasíða Aventura

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert