Skipið Ever Given sem nú þverar Súez-skurðinn er eitt lengsta skip í heiminum. Skipið er 400 metrar á lengd, eða 19 metrum lengra en Empire State byggingin er há, en hún telur 381 metra á hæð sé súlan á toppi hennar ekki talin með. Sé súlan talin með er hún 443 metrar á hæð.
Strand Ever Given hefur vakið athygli um allan heim og er talið líklegt að strand skipsins muni hafa mikil áhrif á vöruflutninga um allan heim. Skipið strandaði á þriðjudag og situr enn fast. Erfiðlega hefur gengið að losa það enda vegur það 200 þúsund tonn og er sem fyrr segir, 400 metrar á lengd og 59 metrar á breidd.
Skipið var byggt árið 2018 og er í eigu japanska fyrirtækisin Shoei Kisen Kaisha Ltd.