Rauðisandur er á meðal fegurstu stranda í Evrópu að mati Lonely Planet. Rauðasandur er þar í 12. sæti en á listanum er fjöldi fallegra stranda í heimsálfunni.
„Við Látrabjarg á hinum fjarlægu Vestfjörðum Íslands er Rauðisandur, stór, auður og ótrúlega fallegur. Ströndin fær bronsaðan lit sinn úr niðurbrotinni hörpuskel og er römmuð inn af dökkum klettum með fallegt heiðblátt lón í forgrunni. Ef þú ákveður að fara að Látrabjargi gáðu þá hvort þú sérð lunda og seli. Á heiðum degi sérðu Snæfellsjökul í fjarska,“ segir um Rauðasand á vef Lonely Planet.
Efst á lista Lonely Planet er ströndin Haukland í Noregi. Í öðru sæti er Cala Goloritzé á Ítalíu og í því þriðja er vesturströndin í Skotlandi.