Ekki lengur grímuskylda á ströndinni

Sólardýrkendur þurfa ekki lengur að vera með grímu í sólbaði …
Sólardýrkendur þurfa ekki lengur að vera með grímu í sólbaði á Spáni. AFP

Stjórnvöld á Spáni hafa fallið frá þeirri reglu að grímuskylda gildi á ströndum landsins og þegar fólk er í sólbaði. Reglurnar voru hluti af lögum sem tóku gildi í síðustu viku en í þeim var kveðið á um að allir, heimamenn og ferðamenn, yrðu að vera með andlitsgrímu öllum stundum utandyra, þar á meðal á ströndinni. 

Lögin áttu að ná til þess þegar fólk væri í sólbaði á ströndinni og þegar það synti í sjónum. 

Nú hafa heilbrigðisyfirvöld skýrt reglurnar betur og eftir samtal fylgdi tilkynning þar sem greint var frá því að fólk mætti taka af sér andlitsgrímuna þegar það lægi í sólbaði eða skellti sér í sjóinn eða í sundlaug. 

Allir þeir sem koma á ströndina þurfa að vera með grímu við komuna og þeir sem eru á göngu við ströndina þurfa að vera með grímu, nema þegar matar eða drykkjar er neytt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka