Heilluðust af Íslandi á ION hótelinu

ION lúxushótelið var til umfjöllunar í fyrsta þætti í fjórðu …
ION lúxushótelið var til umfjöllunar í fyrsta þætti í fjórðu þáttaröð Amazing Hotels. Ljósmynd/ION Lux­ury Advent­ure Hotel

Gi­les Cor­en og Monica Galetti, stjórnendur þáttanna Amazing Hotels þáttanna sem framleiddir eru af BBC Two, urðu hugfangin af Íslandi eftir heimsókn sína hingað til lands fyrr á þessu ári. ION hótel var aðal umfjöllunarefni þáttarins sem er sá fyrsti í þessari fjórðu þáttaröð Amazing Hotels.

Coren og Caletti nutu alls þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða í ferðinni og náðu að fara skoða eldgosið í Geldingadölum á meðan hraun rann um dalina. 

Þættinir voru teknir upp í júlí á þessu ári en ferðavefur mbl.is fjallaði um málið á sínum tíma. Amaz­ing Hotels eru þætt­ir sem, eins og nafnið gef­ur til kynna, fjalla um stór­kost­leg hót­el. Stjórn­end­ur hafa gjarna ein­blínt á hót­el sem eru úr al­fara­leið eða eru ein­stök að ein­hverju leyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert