Mikil seinkun eftir falskt jákvætt próf

Flugmaðurinn reyndist svo ekki vera smitaður eftir allt saman.
Flugmaðurinn reyndist svo ekki vera smitaður eftir allt saman. Ljósmynd/Pexels/Jack Edwards

Mikil óvissa kom upp um borð í flugvél breska flugfélagins British Airways á dögunum þegar flugstjórinn reyndist skyndilega jákvæður fyrir kórónuveirunni í flugstjórnarklefanum. Flugvélin var á áætlun frá Lundúnum til eyríkisins Barbados þegar flugstjórinn greindist skyndilega. 

Enska hokkístjarnan Darcy Bourne deildi myndskeiðum á TikTok á meðan hún sat föst í flugvélinni á Heathrow-flugvelli í meira í fimm klukkustundir. Flugmaðurinn sem greindist jákvæður hafði verið prófaður áður en vélin fór í loftið en farþegar hennar fengu ekki heimild til að yfirgefa vélina og bíða í flugstöðinni.

Bourne greindi frá því að fyrstu tvær klukkustundirnar hefðu farþegarnir ekki fengið neinar upplýsingar um kyrrsetningu vélarinnar og flestir farnir að undrast það. Loks var farþegum svo tilkynnt að vélin gæti ekki farið í loftið og við tók lengri bið. 

Fölsk niðurstaða

Í myndskeiði frá Bourne má heyra smitaða flugstjórann útskýra óreiðuna fyrir farþegum vélarinnar. „Það sem við erum að reyna að gera núna er að leita að öðrum flugmanni til að taka við af mér. Þetta er ferli sem er í gangi núna en það mun ekki taka stuttan tíma. Eins og stendur er búið að gera öllum viðvart um ástandið og unnið að því að finna einhvern,“ sagði flugstjórinn. 

Miðað við annað myndskeið frá Bourne fengu farþegarnir leyfi til að yfirgefa vélina og fara til baka inn á flugvöllinn, eftir að hafa setið fastir í vélinni sjálfri í meira en fimm tíma. 

Samkvæmt frétt frá Daily Star barst farþegunum svo tilkynning í kallkerfi flugvallarins um að þeir mættu ganga um borð aftur. Niðurstaða skimunarinnar hafi verið fölsk jákvæð og flugmaðurinn við hestaheilsu. Allir gátu þá andað léttar og um 17 klukkustundum síðar lenti flugvélin á áfangastað, sólríku eyjunni Barbados. 

Fengu farþegarnir matarinneign í boði flugfélagins fyrir allt ómakið upp á fjögur sterlingspund, sem nemur 694 íslenskum krónum. Það er nú varla hægt að kaupa sér vatnsflösku og samloku fyrir þá fjárhæð! 

@darcdikdok

Thought I was going away to escape corona ##fypシ ##covid ##holiday ##vacation

♬ original sound - Hola :)
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert