Fréttamaðurinn Philip Crowther hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir umfjöllun sína um hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu í gærkvöldi, þar sem hann var staddur í Kænugarði.
Crowther, sem flytur fréttir fyrir AP-fréttastofuna í Lúxemborg, gerði sér lítið fyrir og greindi frá nýjustu atburðum á sex tungumálum fyrir mismunandi fréttastöðvar.
Crowther sjálfur deildi myndbandi af tungumálakunnáttu sinni á Twitter laust eftir miðnætti í nótt og hafa hátt í hundrað þúsund lækað tístið.
Segir hann fréttina á ensku, lúxemborgísku, spænsku, portúgölsku, frönsku og þýsku.
Six-language coverage from #Kyiv with @AP_GMS. In this order: English, Luxembourgish, Spanish, Portuguese, French, and German. pic.twitter.com/kyEg0aCCoT
— Philip Crowther (@PhilipinDC) February 21, 2022