Mikilli hitabylgju er spáð í Vestur- og Mið-Evrópu og fer veðrið hlýnandi næstu daga. Veðurstofan hvetur Íslendinga sem ætla erlendis, til þess að kynna sér vel veðurspána á þeim stað sem förinni er heitið.
Appelsínugul veðurviðvörun tók gildi í dag til sunnudags á Gran Canaria, einni af Kanaríeyjum, þar sem í hitinn getur farið í 36 stig í austri, suðri og vestri.
Spá frá Reiknimiðstöð Evrópu, sem gildir vikuna 18.-25. júlí, sýnir hitafrávik næstu vikuna. Hlýjast verður á Ítalíu, á Mið-Spáni, norðan-, austan- og sunnanverðu Frakklandi og í Mið-Evrópu.
Óvenjumikil hitabylgja hefur þá gengið yfir Ítalíu og lítið hefur verið um rigningu sem valdið hefur miklum þurrkum í norðurhluta landsins.