Edda Björgvinsdóttir leikkona er á því að allir landsmenn ættu að heimsækja Sólheima í Grímsnesi. Þar fást undurfalleg listaverk og stórmerkilegar húðvörur. Sólheimar í Grímsnesi er sjálfbært samfélag, þar sem rúmlega 100 einstaklingar búa.
Þar má finna einstakt fólk, fallegt umhverfi og alls konar listmuni sem eru vinsælir um þessar mundir.
„Sólheimar eru best geymda náttúruperla landsins. Sesselja Sigmundsdóttir var fyrst til þess að stunda lífræna ræktun á Norðurlöndum á Sólheimum. Því eru Sólheimar eitt elsta vistþorp í heimi! Fólk sem kaupir listaverk á Sólheimum gerir ekki einvörðungu heimili sitt fallegt, heldur gefur sjálfu sér gjöf sem gefur öðrum tækifæri til að vaxa og dafna í lífinu. Við megum ekki gleyma náttúruperlunum og listafólkinu okkar á ferðalögum,“ segir Edda.