Puma-einkaþotan á Reykjavíkurflugvelli

Einkaþotan á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Einkaþotan á Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Einkaþotan skreytt merkjum Puma er á Reykjavíkurflugvelli um þessar mundir. Þotan er í eigu Puma en hægt er að leigja hana út. Tónlistarmaðurinn Jay-Z hefur notað þotuna reglulega í gegnum árin ásamt eiginkonu sinni Beyoncé Knowles.

Skrán­ing­ar­núm­er vél­ar­inn­ar er N444SC og vís­ar beint í plötu Jay-Z, 4:44, frá ár­inu 2017. Staf­irn­ir SC vísa í skírn­ar­nafn rapp­ar­ans, Sean Cart­er.

Íþróttamenn á mála hjá Puma geta einnig fengið afnot af vélinni. 

Óvíst er hver kom með þotunni til landsins. Beyoncé gaf út sína sjöundu breiðskífu, Renaissance, fyrir helgi og hefur fjölskyldan kannski ákveðið að skella sér í frí til Íslands eftir útgáfuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert