Beðnir um að koma ekki á einkaþotum

Ætli Joe Biden Bandaríkjaforseti muni fylgja tilmælunum?
Ætli Joe Biden Bandaríkjaforseti muni fylgja tilmælunum? AFP

Þjóðarleiðtog­ar heims sem viðstadd­ir verða út­för Elísa­bet­ar II Breta­drottn­ing­ar hafa verið hvatt­ir til að fljúga með áætl­un­ar­flugi, ekki einkaþotum, til Bret­lands og taka svo rútu til að kom­ast í út­för­ina. 

Ráðgert er að um 500 er­lend­ir þjóðarleiðtog­ar verði viðstadd­ir út­för­ina sem gerð verður frá West­minster Abbey á mánu­dag­inn næsta, 19. sept­em­ber. 

„Það er búið að út­færa öll smá­atriði til þess að láta þetta ganga eins vel og mögu­legt er fyr­ir þau sem verða viðstödd,“ sagði heim­ildamaður AFP inn­an breska ut­an­rík­is- og þró­un­ar­ráðuneyt­is­ins.

„Get­urðu ímyndað þér Joe Biden í strætó?“

Banda­ríski fjöl­miðill­inn Politico greindi frá því að út­far­ar­gest­ir hefðu verið hvatt­ir til að nota hvorki sín­ar eig­in bif­reiðar til að kom­ast í West­minster Abbey á mánu­dag né þyrl­ur.

Held­ur eigi þeir að ferðast með rút­um, sem munu fara frá ákveðnum stað í borg­inni, til West­minster Abbey. 

Til­mæl­in til þjóðarleiðtoga heims hafa vakið at­hygli. „Get­urðu ímyndað þér Joe Biden í strætó?“ er haft eft­ir emb­ætt­is­manni sem vinn­ur í ónefndu sendi­ráði í Lund­ún­um. 

Banda­ríkja­for­set­ar ferðast vana­lega með einkaþot­unni Air Force One milli landa, sem er af gerðinni Boeing 747, og síðan með Mar­ine One-þyrlunni. Í heim­sókn­um í út­lönd­um ferðast for­set­inn líka yf­ir­leitt með glæsi­bif­reið sem fengið hef­ur nafnið Skepn­an (e. The Be­ast). 

Banda­ríska sendi­ráðið í Lund­ún­um hef­ur ekki svarað spurn­ing­um AFP um fyr­ir­hugaðan ferðamáta for­set­ans. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert