Einkaþota tónlistarmannsins Elvis Presley seldist á uppboði í New Mexíkó í upphafi árs. Einkaþotan hefur verið í eyðimörkinni í að verða 40 ár en hún seldist á 260 þúsund bandaríkjadali eða um 37 milljónir króna. People greinir frá.
Einkaþotan Lockheed 1329 Jetstar frá árinu 1962 hefur verið til sýnis á Roswell alþjóðaflugmiðstöðinni undanfarin ár. Þotan var seld á uppboði hinn 8. janúar síðastliðinn, en þá hefði Presley orðið 88 ára gamall.
Pricilla Presley var viðstödd uppboðið og ræddi við uppboðsgesti um ástríðu eiginmanns síns heitins. Safnaði hann bílum og flugvélum og naut þess mikið.
Presley festi kaup á vélinni 22. desember árið 1976 fyrir 840 þúsund bandaríkjadali. Hann notaði hana mikið, auk tveggja annarra einkaþota sem hann átti líka.
Ytra byrði vélarinnar lætur á sjá eftir öll þessi ár, en um borð er ástandið umtalsvert betra. Þar má sjá hvernig lúxuslífi Presley lifðu um borð. Þar eru sætin með rauðu flauelsi og innrétting úr dökkum við.