Múmínálfar prýða finnskar flugvélar

Snorkstelpan og Múmínsnáðinn á vél Finnair.
Snorkstelpan og Múmínsnáðinn á vél Finnair. Ljósmynd/Finnair

Í tilefni af 100 ára afmæli finnska flugfélagsins Finnair hafa tvær vélar félagsins verið skreyttar á finnskan máta. Fyrir valinu varð falleg mynd af Snorkstelpunni og Múmínsnáðanum í faðmlögum. 

Vefsíðan Moomin greinir frá og kemur myndavalið ekki á óvart, þar sem Múmínálfarnir eru einar ástsælustu sögupersónur Finnlands og þekktar um allan heim.

Vélarnar verða notaðar í langflug frá Helsinki til borga á borð við Dallas, Tókýó og Bangkok.

Finnair er eitt af elstu starfandi flugfélögum í heimi og flýgur frá Helsinki út um allan heim, þar á meðal til Íslands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka