Viljum stækka áfangastaðinn Ísland

Stafsemi Nice Air hófst í júní á síðasta ári með …
Stafsemi Nice Air hófst í júní á síðasta ári með Kaupmannahafnarferðum til og frá Akureyri þrisvar í viku. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Umferð ferðafólks um landið þarf að dreifast betur. Stóra viðfangsefnið er að stækka áfangastaðinn Ísland,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins Nice Air á Akureyri.

„Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að aðeins um 80% erlenda ferðamanna sem koma til Íslands fara út fyrir höfuðborgarsvæðið eða Suðurland. Þessar niðurstöður eru algjört dauðafæri til vaxtar og sóknar. Að möguleiki sé að fljúga um aðra landshluta en Reykjanes skiptir miklu máli í því tilliti og er líka lykilatriði til þess að jafna búsetu- og uppbyggingarskilyrði atvinnulífs um land allt.“

Stafsemi Nice Air hófst í júní á síðasta ári með Kaupmannahafnarferðum til og frá Akureyri þrisvar í viku. Þær hafa gengið að óskum og viðtökur eru góðar. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert