Bláa lónið opnað á ný

Lóninu var lokað 9. nóvember.
Lóninu var lokað 9. nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bláa lónið hefur opnað að nýju eftir mánaðar lokun vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga.

Þá hafa veitingastaðurinn Lava og heilsulindir lónsins verið opnuð á nýjan leik. Hótelin Silica og Retreat ásamt veitingastaðnum Moss eru þó enn lokuð.

Opnun Bláa lónsins er háð ákveðnum takmörkunum en lónið er opið gestum á milli ellefu að morgni til átta að kvöldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert