Eiginmaðurinn neitaði að skipta um sæti

Sumir vilja bara gangsæti og gera allt til þess að …
Sumir vilja bara gangsæti og gera allt til þess að svo verði. Colourbox

Ferðalangur lenti í óþægilegri stöðu um borð í flugvél. Hjón voru að ferðast saman, eiginkonan sat í miðjusætinu en eiginmaðurinn við glugga. Eiginkonan snýr sér svo að ferðalanginum við hliðina á sér og spyr hvort hann vilji skipta um sæti við sig því eiginmaðurinn vilji það ekki.

„Ég spurði á móti hvort þetta væri ekki eiginmaður hennar við hliðina á henni. Væri hann ekki til í að skipta við hana? Ég sagðist síður vilja sitja á milli hjóna. En ég gæti skipt við hann þannig að ég myndi sitja við ganginn og þau myndu útkljá þetta sín á milli,“ segir ferðalangurinn á samfélagsmiðlinum Reddit og spyr hvort hann hafi verið ósanngjarn að vilja ekki skipta um sæti.

„Eiginkonan sagði að maður hennar vilji bara sitja í gangsæti og hvort hann gæti ekki bara skipt við sig? Hann harðneitaði. Konan varð ekki ánægð og fór að skammast í eiginmanninum. Loks skipti eiginmaðurinn um sæti við konuna. Þá hallaði eiginmaðurinn sér brosandi að ferðalanginum og sagði að eiginkonan vildi sitja við ganginn því hún væri með niðurgang og þyrfti að geta hlaupið á klósettið.“

Virkir í athugasemdum voru almennt sammála um að láta hjónin eiga sig og útkljá sín mál í einrúmi. Það væri engin þörf á að verða við óskum þeirra.

„Ég lendi oft í þessu sama þegar ég er að ferðast vegna vinnunnar. Þar sem ég er ung kona þá er ætlast til þess að ég sé góð og hlýðin og bara færi mig. Meira að segja flugliðar hafa ætlast til þess af mér. Ég segi bara nei,“ segir kona í athugasemdakerfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert