Gunnar hætti ekki fyrr en Phil gerði þátt um Ísland

Gunnar Freyr Gunnarsson og Philip Rosenthal við Kleifarvatn.
Gunnar Freyr Gunnarsson og Philip Rosenthal við Kleifarvatn. Ljósmynd/Gunnar Freyr Gunnarsson

Ljósmyndarinn Gunnar Freyr Gunnarsson, betur þekktur á Instagram sem Icelandic Explorer, ferðaðist um landið með Philip Rosenthal í þáttunum Sombody Feed Phil í fyrrasumar. Þátturinn um Ísland kom út í vikunni en það var Gunnar sem fékk Phil til að koma til landsins. 

Ferða- og mataráhugafólk þekkir Netflix-þættina vel. Gunnar lýsir þáttunum sem ástríðuverkefni Rosenthal. En hann er einnig þekktur fyrir að vera höfundur Everybody Loves Raymond. 

„Ég er búinn að vera aðdáandi þessara þátta mjög lengi. Ég vissi að hann hefði ekki komið til Íslands. Mig langaði bara að fá Phil til Íslands. Ég ákvað að senda honum vídjó þar sem ég var að gera hitt og þetta á Íslandi. Hann skoðaði þau alltaf og var mjög hrifinn,“ segir Gunnar um hvernig hann komst í kynni við Rosenthal á Instagram. 

Gunnar var í góðum samskiptum við stjörnuna, þeir skrifuðust á og Gunnar sendi honum efni. Hann þurfti hins vegar að bíða lengi eftir heimsókninni. Einn góðan veðurdag kom svo pósturinn. Gunnar var spurður hvort hann væri laus í eina viku. Gunnar þurfti ekki að hugsa sig um.

Gunnar mætti með kaffibrúsa sem afi hans átti.
Gunnar mætti með kaffibrúsa sem afi hans átti. Ljósmynd/Gunnar Freyr Gunnarsson

Hitabrúsi frá afa og gömul lopapeysa

Gunnar var í hlutverki ráðgjafa í þáttunum en var einnig töluvert í mynd. Ekki er langt liðið á þáttinn þegar Rosenthal fer með Gunnari að Kleifarvatni. Þar hellir Gunnar upp á kaffi og er með gamlan hitabrúsa frá afa sínum. Hann býður honum meðal annars upp á flatköku með hangikjöt og harðfisk. Því næst fara þeir á rúntinn og skoða náttúru Íslands.

„Þau voru hér í viku. Ég var í rauninni að hjálpa þeim. Ég gaf þeim hugmyndir og mælti með nokkrum stöðum eins og þegar þau fóru á Le Kock og fleiri staði. Ég leiðbeindi þeim hvað væri sniðugt að gera og hvað ekki. Mest af efninu sem var tekið úti á landi er efni frá mér,“ segir Gunnar meðal annars en framleiðslufyrirtæki kom einnig að verkefninu. 

Gunnar Freyr situr hér við hlið Philip Rosenthal. Rosenthal er …
Gunnar Freyr situr hér við hlið Philip Rosenthal. Rosenthal er í lopapeysu sem móðir Gunnars prjónaði. Ljósmynd/Aðsend

Rosenthal er þekktur fyrir einlæga framkomu í þáttunum og segir Gunnar hann ekki vera að leika. „Hann er rosalega næs. Hann er pínu furðufugl en á góðan máta,“ segir Gunnar um nýja vin sinn. 

Það má segja að Gunnar hafi slegið í gegn hjá Phil Rosenthal en Rosenthal en Gunnar vini sínum frá Hollywood gamla lopapeysu sem móðir Gunnars hafði prjónað á hann. 

Í tökum við Kleifarvatn.
Í tökum við Kleifarvatn. Ljósmynd/Gunnar Freyr Gunnarsson

Íslandsþátturinn í miklu uppáhaldi

Íslandsþátturinn var tekinn upp í sumar en í nýjustu þáttaröðinni fór Phil Rosenthal til Washington, Kyoto, Dúbaí, Orlondo, Taipei og Skotlands. Gunnar segir að þátturinn um Ísland hafi verið í miklu uppáhaldi hjá Phil Rosenthal og fjölskyldu hans sem kom með honum til landsins. Íslandsþátturinn var valinn til sýningar í frumsýningarpartíinu.

„Ég veit að þeim fannst þetta alveg geggjað. Þau voru með frumsýningarpartí í nótt og þá horfðu þau á þáttinn um Ísland,“ segir Gunnar og bætir við í lokin að um frábæra kynningu sé að ræða fyrir Ísland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka