Dagurinn á Taílandi kostaði íslenska fjölskyldu 8.280 krónur

Ólafur Tryggvi Egilsson og Katrín Guðmundsdóttir skelltu sér til Taílands …
Ólafur Tryggvi Egilsson og Katrín Guðmundsdóttir skelltu sér til Taílands ásamt syni sínum í ársbyrjun. Samsett mynd

Það get­ur verið dýrt að ferðast, en þó oft sé horft á flug og gist­ing sem stærsta part­inn af verðmiðanum get­ur uppi­hald einnig verið dýrt eins og mat­ur, drykk­ir og sam­göng­ur. Það virðist þó all­ur gang­ur vera á því og miklu get­ur munað á verði milli landa og heims­álfa.

Í árs­byrj­un fóru þau Ólaf­ur Tryggvi Eg­ils­son og Katrín Guðmunds­dótt­ir í ferðalag til Taí­lands ásamt syni sín­um, en þau ákváðu að taka sam­an hvað þau eyddu miklu á ein­um degi og deildu því með fylgj­end­um sín­um á TikT­ok. Sam­tals eyddu þau 8.280 krón­um þann dag í mat, drykki og leigu­bíl.  

Morg­un­mat­ur­inn kostaði þau 890 krón­ur og inni­hélt vatn (40 krón­ur), brauð (100 krón­ur), mangó (80 krón­ur), mel­ónu (180 krón­ur), avóka­dó (240 krón­ur), jóg­úrt (90 krón­ur) og smjör og ost (190 krón­ur). 

Skjáskot úr TikTok-myndbandinu.
Skjá­skot úr TikT­ok-mynd­band­inu. Sam­sett mynd

Í há­deg­inu fengu þau sér Pad Thai og sóda­vatn, en skammt­ur­inn af Pad Thai kostaði 240 krón­ur og sóda­vatns­flask­an var á 40 krón­ur, en sam­tals borguðu þau 560 krón­ur.

Þau fóru svo á kaffi­hús og fengu sér bæði kaffi sem hvort kostaði 180 krón­ur og borguðu því sam­tals 360 krón­ur. 

Hver væri ekki til í Pad Thai á 240 krónur?
Hver væri ekki til í Pad Thai á 240 krón­ur? Sam­sett mynd

Borguðu 1.400 krón­ur fyr­ir tvær ferðir í leigu­bíl

Um kvöldið fóru þau á mat­ar­markað og fengu sér kvöld­mat, þar á meðal vor­rúll­ur (160 krón­ur), bakaða kart­öflu (240 krón­ur), tvo bjóra (240 krón­ur), kebab (400 krón­ur), djúp­steikta kart­öflu (200 krón­ur). 

Þau tóku svo leigu­bíl bæði á markaðinn og til baka, en sam­tals borguðu þau 1.400 krón­ur fyr­ir ferðirn­ar. á leiðinn heim fóru þau svo í búðina og keyptu eitt og annað til að eiga í ís­skápn­um og bleyj­ur, en sam­tals kostaði það þau 3.800 krón­ur. 

Skjáskot úr TikTok-myndbandinu.
Skjá­skot úr TikT­ok-mynd­band­inu. Sam­sett mynd
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert