Vinkonan reynir við alla á ferðalögum

Sumar konur vilja daðra mikið í fríunum sínum. Það má …
Sumar konur vilja daðra mikið í fríunum sínum. Það má en bara ekki gleyma ferðafélögunum. Unsplash.com/Crook

Kona leitar ráða hjá ferðaráðgjafa The Times um vandasama vinkonu sína.

Við vinkona mín ætlum saman í stutta ferð til Las Vegas til þess að fagna þrítugsafmælum okkar. Ég er hamingjusamlega gift en hún er einhleyp og elskar að reyna við karla þegar við förum saman út á lífið. Mér finnst það pínu óþægilegt því ég er eins og varahlutur. Eitt sinn þegar við vorum saman á ferðalagi þá yfirgaf hún mig til þess að fara upp á hótelherbergi með einhverjum gaur. Ég þurfti að labba ein á okkar hótel. Mér fannst það ekki gaman og mig langar ekki að upplifa slíkt aftur. Hvernig get ég forðast að lenda í þessum aðstæðum?

Ráðgjafinn svarar:

Það er líklegt að vinkona þín sé að upplifa ákveðna óeirð í líkamanum. Hún er einhleyp á ferðalagi með ráðsettri vinkonu sinni. Öll þurfum við að losa um orku og hún má það rétt eins og hver annar einstaklingur.

En að því sögðu eruð þið augljóslega ekki á sömu blaðsíðu svo vægt sé til orða tekið. Kannski er vert að hugleiða hvort hún sé rétti ferðafélaginn fyrir þig þessa stundina. Stundum þarf að taka pásu frá ákveðnum vinskap ef hann er hættur að þjóna sínum tilgangi. Það er ekki gaman að eiga alltaf von á því að vera einn á kvöldin því vinurinn stakk af.

Þú þarft að spyrja þig hvaða væntingar þú hefur til ferðalagsins. Þetta er líka þitt frí og þú átt að geta notið þess til fulls.

Kannski getið þið fundið einhverja málamiðlun. Haft gaman á daginn en svo skemmt ykkur á hótelinu á kvöldin. Ef hún lendir á séns þá er stutt fyrir þig til þess að fara upp á eigið herbergi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert