Býður ferðir til landa sem aðrir forðast

Björn virðir fyrir sér útsýnið í lestarferð um Srí Lanka …
Björn virðir fyrir sér útsýnið í lestarferð um Srí Lanka en þangað er einmitt von á íslenskum hópi síðar á árinu. Ljósmynd/Aðsend

Á skömm­um tíma hef­ur Björn Páll Páls­son náð að skapa blóm­leg­an rekst­ur í kring­um sölu pakka­ferða til áfangastaða sem sára­fá­ir heim­sækja.

Ferðaskrif­stof­an Crazy Puff­in býður m.a. upp á ferðir til Íraks, Sýr­lands, Jemen og Af­gan­ist­an og stund­um þykir viss­ara að hafa vopnaða verði með í för. Viðskipta­vin­irn­ir eru þó aldrei sett­ir í aðstæður þar sem þeir gætu verið í hættu.

Ný­lega bætt­ust við ferðir með ís­lensk­um far­ar­stjór­um og mun rapp­ar­inn Erp­ur Ey­vind­ar­son leiða hóp um Als­ír eft­ir að hafa áður stýrt vel heppnuðu ferðalagi til Kúr­d­ist­an.

Viðskipta­vin­ir fyr­ir­tæk­is­ins eru flest­ir á bil­inu 40 til 60 ára og hafa ferðast víða en eiga eft­ir lönd­in sem erfiðast eða hættu­leg­ast þykir að skoða.

„En svo eru líka ein­stak­ling­ar inni á milli sem ein­fald­lega sáu spenn­andi aug­lýs­ingu frá okk­ur og ákváðu að slá til,“ seg­ir Björn.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert