Á skömmum tíma hefur Björn Páll Pálsson náð að skapa blómlegan rekstur í kringum sölu pakkaferða til áfangastaða sem sárafáir heimsækja.
Ferðaskrifstofan Crazy Puffin býður m.a. upp á ferðir til Íraks, Sýrlands, Jemen og Afganistan og stundum þykir vissara að hafa vopnaða verði með í för. Viðskiptavinirnir eru þó aldrei settir í aðstæður þar sem þeir gætu verið í hættu.
Nýlega bættust við ferðir með íslenskum fararstjórum og mun rapparinn Erpur Eyvindarson leiða hóp um Alsír eftir að hafa áður stýrt vel heppnuðu ferðalagi til Kúrdistan.
Viðskiptavinir fyrirtækisins eru flestir á bilinu 40 til 60 ára og hafa ferðast víða en eiga eftir löndin sem erfiðast eða hættulegast þykir að skoða.
„En svo eru líka einstaklingar inni á milli sem einfaldlega sáu spennandi auglýsingu frá okkur og ákváðu að slá til,“ segir Björn.
Meira í Morgunblaðinu í dag.