Norður-Kórea opnar landamærin ferðamenn

Landamæri Suður-Kóreu og Norður-Kóreu.
Landamæri Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. AFP/Ed Jones

Norður-Kórea mun taka á móti ferðamönn­um á ný frá og með des­em­ber næst­kom­andi í kjöl­far fimm ára lok­un­ar landa­mæra. Þó nokk­ur kín­versk ferðafyr­ir­tæki hafa greint frá þessu. 

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kór­eu, lokaði landa­mær­um lands­ins kyrfi­lega í byrj­un heims­far­ald­urs­ins en tak­mörk­un­um fór aðeins að létta fyr­ir um ári síðan. Lok­un­in kom meðal ann­ars í veg fyr­ir að nauðsynja­vör­ur komust ekki inn í landið sem gerði það að verk­um að mik­ill mat­ar­skort­ur ríkti í land­inu. 

Skipu­lagðar ferðir til einn­ar borg­ar

Sam­kvæmt fréttamiðlin­um BBC verður borg­in Samj­iyon opin ferðamönn­um en hún hef­ur verið und­ir stöðugum fram­kvæmd­um und­an­far­in ár. Borg­in ligg­ur við ræt­ur hæsta fjalls Norður-Kór­eu, Mount Paektu, sem mynd­ar landa­mæri við Kína en svæðið hef­ur lengi verið notað til vetr­arafþrey­inga. 

End­urupp­bygg­ing flug­vall­ar­ins, umbreyt­ing her­svæðis á skíðasvæði ásamt lag­fær­ingu vega og hót­ela er meðal þess sem er á bygg­ingaráætl­un Jong Un, en hann op­in­beraði áætl­un sína í norðurkór­esk­um fjöl­miðlum í júlí. 

Banda­rísk stjórn­völd segja nei

Banda­rísk stjórn­völd hafa bannað borg­ur­um sín­um að ferðast til Norður-Kór­eu. Chad O'Carroll, fram­kvæmd­ar­stjóri áhættu­grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Kor­ea Risk Group, seg­ist draga opn­un ferðamannastaðar­ins í efa. 

Vön ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki bjart­sýn

Stjórn­end­ur breska ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Kor­yo Tours, sem hafa skipu­lagt ferðir til lands­ins í meira en 20 ár, eru bjart­sýn­ir um að áætlan­ir Norður-Kór­eu muni tak­ast. Fyr­ir­tækið til­kynnti á miðviku­dag að ferðamenn gætu jafn­vel ferðast til fleiri lands­hluta í des­em­ber. 

Kor­yo Tours sagði í sam­tali við BBC að yf­ir­völd í Norður-Kór­eu æla að leyfa ferðamönn­um frá hvaða landi sem er að skrá sig í sér­stak­ar ferðir til að heim­sækja landið. Ferðamönn­um frá Suður-Kór­eu verður þó meinaður aðgang­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka