Geimurinn inn á heimilið

Ímyndunaraflið er stærsti leikvölluirnn. Nýju vörurnar með geimþemanu hjálpa til …
Ímyndunaraflið er stærsti leikvölluirnn. Nýju vörurnar með geimþemanu hjálpa til í leiknum. Ljósmynd/IKEA

Ný barnalína í IKEA er hönnuð fyrir börn og í samstarfi við börn. Vörulínan heitir AFTONSPARV og er með geimþema. Hugmyndirnar að baki AFTONSPARV línunni voru þróaðar áfram í samstarfi við hóp af ungu geimáhugafólki á aldrinum þriggja til sjö ára.

„Við vildum fá innsýn í hugarheim barna og því spurði hönnuðurinn Marta Krupińska börnin hvaða hugmyndir þau hefðu um geiminn. Við vorum forvitin að vita hvað þau teldu búa í geimnum, hvernig hlutir litu út þar og hvernig fararskjóta þau ímynduðu sér að þar væri að finna. Eftir nokkrar vinnustofur rýndum við í svör barnanna til að gera hugmyndirnar að veruleika.

Við hjá IKEA lítum leik alvarlegum augum. Með leik tengjast börn og fullorðnir, börn læra að skapa, hvílast, flýja og kanna. Leikur er nauðsynlegur þroska barna og gerir þeim kleift að tjá sig og kanna heiminn. Ungar raddir þurfa og eiga skilið að heyrast. Við vonum að AFTONSPARV línan hvetji börn til að svala forvitni sinni um geiminn,“ segir í umfjöllun um línuna. 

Ljósmynd/IKEA

Stjarnfræðilega skemmtilegt vetrarfrí

Í tilefni af AFTONSPARV línunni verða stjarnfræðilega skemmtilegt vetrarfrí í IKEA dagana 23., 26. og 28. október. Geimfararnir Kanína og Kisa taka á móti börnum, DJ IKEA heldur uppi stuðinu, blöðrulistamenn gera blöðrur í geimstíl, andlitsmálun fyrir þau sem vilja og hægt verður að freista gæfunnar í IKEA lukkuhjólinu!

Ljósmynd/IKEA
Ljósmynd/IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka