Hvernig karlar urðu góðir feður

Feður eru að standa sig vel í dag í samanburði …
Feður eru að standa sig vel í dag í samanburði við þróunarsöguna. Mynd/Monkey Business

Nýlega kom út bók eftir Söruh Blaffer Hrdy sem reynir að varpa ljósi á þróunarkenningar sem snerta feður og hvernig þeir hafa þróast í gegnum tíðina. Fjallað var um bókina í The Times.

Kraftaverk að faðir útbúi nesti

„Ég man að vinkona mín sagðist vera svo heppin að eiga manninn sinn því hann sá um nestið á morgnana. Ég reyndi að virðast frá mér numin að hann hafi séð sér fært um að gefa börnunum sínum að borða. En eftir að ég las bók Söruh Blaffer Hrdy þá ætti ég kannski að vera minna bitur,“ segir Sarah Ditum í pistli sínum í The Times.

„Þegar litið er til þróunarsögunnar og hvernig karlkyns aparnir hegðuðu sér þá er það kraftaverk að karlmaðurinn í dag komi eitthvað nálægt umönnun barna. Karlar eru nýfarnir að vera viðstaddir fæðingu barna sinna og þá var heldur ekkert fæðingarorlof fyrir þá. Karlar og börn voru í aðskildum víddum,“ segir Hrdy í bók sinni Father Time: A Natural History of Men and Babies.

Nýi apinn drap ungviðin

Hrdy hefur rannsakað hegðun prímata og á áttunda áratugnum rannsakaði hún Hauman langurs apa sem búa í stórum hópum með einn karlkyns apa. Ef nýr karlkyns api kom í hópinn þá var hans fyrsta verk að drepa eins mikið af apa-börnum og mögulegt var svo að mæðurnar yrðu frjálsar til að makast með honum.

Karlar sem eru í kringum börn breytast

„Fiskar virðast hins vegar sýna föðurlega hegðun og annast ungviði sín. Sama er ekki hægt að segja um manninn. Á 21. öldinni fóru hins vegar karlar að bera ungbörn sín utan á sér, gefa þeim pela og skipta á bleyjum. Með aukinni réttindabaráttu samkynhneigðra eru nú til börn sem eingöngu eru alin upp af karlmönnum. Þetta hefur aldrei sést áður í mannkynssögunni en er samt alls ekki ónáttúrulegt,“ segir Hrdy.

„Karlar sem verja tíma með börnum breytast, við sjáum bæði taugafræðilegar breytingar sem og hormónabreytingar sem gera þá í stakk búna til að annast börn. Alveg sambærilegt og það sem mæður ganga í gegnum.“

„Karlar verða ekki aðeins jafn góðir í að sinna þörfum barnanna heldur verða tilfinningatengslin alveg jafnsterk og verða jafnháðir börnunum og mæður geta orðið.“

Hrdy segist sjá sterk tengsl við árásargirni apanna og getu þeirra til þess að annast börn. „Áður réðust þeir gegn keppinaut sínum og þá er eðlilegt að þeir þróist í að vera verndandi fjölskyldunnar. Því meiri nálægð sem þeir hafa við ungviði sín því líklegra er að þessi þáttur heilans örvist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert