Á mörkum lífs og dauða

mbl.is

Rosemary Kay, höfundur sögunnar um Sál, er enginn nýgræðingur í bókmenntaheiminum. Hún hefur skrifað nokkur leikverk, sem sýnd hafa verið víða um Bretland og tekin til sýninga hjá BBC. Hún hefur hlotið verðlaun fyrir verk sín. Leikgerð hennar af sögunni um Sál hlaut m.a. Dennis Potter-verðlaunin og er verið að undirbúa sýningu á henni í sjónvarpi BBC næsta haust.

Rosemary Kay skrifar hér um eigin reynslu. Hún eignaðist lítinn dreng, Sál, eftir aðeins 23 vikna meðgöngu. Hann var strax eftir fæðingu fluttur yfir á vökudeild í gjörgæslu enda var hann langt frá því að vera fullburða. Foreldrunum eru ekki gefnar miklar vonir um að hann lifi þetta af en Sál er sterkur strákur og gefst ekki auðveldlega upp. Hann þarf að hafa ótrúlega mikið fyrir lífinu en hann er ekki einn í baráttunni. Starfsfólk deildarinnar vakir yfir honum og foreldrar hans víkja vart frá honum og fylgjast með honum eins og þeim er frekast unnt. Meðan Rosemary situr yfir syni sínum heldur hún dagbók. Hún skrifar niður allt sem varðar heilsufar hans, ýmsar upplýsingar um starfsfólkið og tilfinningar sjálfrar sín. Upp úr þessari dagbók vinnur hún svo sögu barnsins síns. Bókin fjallar þó ekki eingöngu um lífið á gjörgæsludeildinni. Rosemary fléttar ýmsu öðru inn í söguþráðinn og gefur þar með innsýn í það fólk sem að Sál stendur og segir meðal annars frá atburðum sem gerðust fyrir langalöngu. Sál er sögumaðurinn og hann hefur þann hæfileika að hann getur flakkað aftur í tímann og á þeim ferðalögum rekst hann á eitt og annað sem tengist fólkinu hans.

Sagan um Sál er afar sérstök bók og hún hrærir mjög við lesandanum. Hún er afskaplega átakanleg á köflum og þjáningin óþægilega nálæg, en þegar Sál er hress og líður vel er gaman og lærdómsríkt að vera með honum. Rosemary Kay hefur tekist að skrifa trúverðuga sögu sem sögð er af barni á mörkum lífs og dauða.

Ingveldur Róbertsdóttir

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan