Segir tunglfara hafa rekið sér löðrung

Edvin Aldrin steig annar manna á tunglið á eftir Neil …

Edvin Aldrin steig annar manna á tunglið á eftir Neil Armstrong árið 1969. Raunar leggja ekki allir trúnað á að það hafi gerst.
mbl.is

Kvikmyndagerðarmaður nokkur fullyrðir að geimfarinn Edwin Aldrin, sem varð annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, hafi rekið sér löðrung þegar hann bar upp á geimfarann að ferð geimfarsins Appollós 11. árið 1969 hafi aldrei verið farin og öll tunglferðaáætlun Bandaríkjanna sé eintóm blekking.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Bert Sibrel er sannfærður um að tunglferðirnar hafi aldrei verið farnar og þær hafi aðeins verið settar á svið til að blekkja Sovétmenn og láta þá halda að Bandaríkjamenn hefðu skotið þeim ref fyrir rass. Sibrel sat, ásamt japönsku kvikmyndatökuliði, fyrir Aldrin utan við hótel í Beverly Hills og vildi taka við hann viðtal.

„Ég gekk að honum á gangstéttinni, rétti honum biblíu og bað hann að sverja við helga bók að hann hefði í raun gengið á tunglinu," sagði Sibrel við AFP. „Hann neitaði svo ég sagði að hann væri þjófur fyrst hann þæði peninga fyrir fjölmiðlaviðtöl um eitthvað sem hann hefði ekki gert. Þá sló hann mig og hljóp síðan burtu," sagði Sibrel. Aldrin er 72 ára. Sibrel hefur tvívegis áður reynt að ná tali af geimfaranum.

Lögreglan í Belerly Hills segir að hún sé að rannsaka kæru vegna líkamsárásar en enginn hafi verið handtekinn. Ekki náðist tal af fulltrúum geimfarans.

Sibril hefur gert kvikmynd sem hann kallar: Eitthvað skrítið gerðist á leiðinni til tunglsins. Í henni er fullyrt að geimfararnir í Appolló 11. og þeir sem á eftir komu hafi aldrei farið til tunglsins heldur snúið við á miðri leið og myndir af lendingu á tunglinu og tunglgöngum hafi verið falsaðar.

Sibril segist hafa komist á snoðir um samræri bandarískra stjórnvalda þegar hann komst yfir myndbandsspólu frá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) þar sem falsanirnar voru greinilegar. Þá hafi hann fengið upplýsingar frá fyrrverandi starfsmönnum NASA.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan