Viltu vinna milljón? á Stöð 2 í kvöld og er hann annar maðurinn sem hreppir hæsta vinninginn í þáttunum frá því þeir hófu göngu sína fyrir þremur árum. Síðasta spurningin, sem færði Paolo 5 milljónir, var hvernig augun í fullvaxta skúfönd væru á litinn og var svarið heiðgul. ">

Hreppti 5 milljónir í Viltu vinna milljón?

Paolo Turchi brýtur heilann.
Paolo Turchi brýtur heilann.

Paolo Turchi fékk 5 milljónir króna í þættinum Viltu vinna milljón? á Stöð 2 í kvöld og er hann annar maðurinn sem hreppir hæsta vinninginn í þáttunum frá því þeir hófu göngu sína fyrir þremur árum. Síðasta spurningin, sem færði Paolo 5 milljónir, var hvernig augun í fullvaxta skúfönd væru á litinn og var svarið heiðgul.

Paolo er frá ítalska bænum Ancona við Adríahafið en hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin 15 ár. Hann svaraði öllum fimmtán spurningunum rétt í þættinum í gær og vissi meðal annars að elsta íþróttafélag Reykjavíkur væri skotfélag og að það hefði verið togarinn Dhoon sem strandaði við Látrabjarg árið 1947.

Hefði Paolo svarað síðustu spurningunni rangt hefði hann tapað 600 þúsund krónum og er því ekki að undra að hann hafi verið á báðum áttum með hvort hann ætti að taka áhættuna. Reyndar rak hann minni til að hafa séð skúfönd með heiðgul augu en sagðist ekki geta verið viss um hvort hún hafi verið fullþroska, eins og tekið var fram í spurningunni.

Sem fyrr segir hefur aðeins einn keppandi náð fimm milljóna markinu áður en alls hafa 250 keppendur unnið sér inn samtals 54 milljónir króna á þeim þremur árum sem þátturinn hefur verið í loftinu. Stjórnandi þáttarins er Þorsteinn J. Vilhjálmsson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er allt svo laust í reipunum hjá þér. Þú hefur látið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin föstum tökum. Leitaðu hjálpar ef með þarf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er allt svo laust í reipunum hjá þér. Þú hefur látið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin föstum tökum. Leitaðu hjálpar ef með þarf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton