Viltu vinna milljón? á Stöð 2 í kvöld og er hann annar maðurinn sem hreppir hæsta vinninginn í þáttunum frá því þeir hófu göngu sína fyrir þremur árum. Síðasta spurningin, sem færði Paolo 5 milljónir, var hvernig augun í fullvaxta skúfönd væru á litinn og var svarið heiðgul. ">

Hreppti 5 milljónir í Viltu vinna milljón?

Paolo Turchi brýtur heilann.
Paolo Turchi brýtur heilann.

Paolo Turchi fékk 5 millj­ón­ir króna í þætt­in­um Viltu vinna millj­ón? á Stöð 2 í kvöld og er hann ann­ar maður­inn sem hrepp­ir hæsta vinn­ing­inn í þátt­un­um frá því þeir hófu göngu sína fyr­ir þrem­ur árum. Síðasta spurn­ing­in, sem færði Paolo 5 millj­ón­ir, var hvernig aug­un í full­vaxta skúfönd væru á lit­inn og var svarið heiðgul.

Paolo er frá ít­alska bæn­um Ancona við Adría­hafið en hef­ur verið bú­sett­ur hér á landi síðastliðin 15 ár. Hann svaraði öll­um fimmtán spurn­ing­un­um rétt í þætt­in­um í gær og vissi meðal ann­ars að elsta íþrótta­fé­lag Reykja­vík­ur væri skot­fé­lag og að það hefði verið tog­ar­inn Dhoon sem strandaði við Látra­bjarg árið 1947.

Hefði Paolo svarað síðustu spurn­ing­unni rangt hefði hann tapað 600 þúsund krón­um og er því ekki að undra að hann hafi verið á báðum átt­um með hvort hann ætti að taka áhætt­una. Reynd­ar rak hann minni til að hafa séð skúfönd með heiðgul augu en sagðist ekki geta verið viss um hvort hún hafi verið fullþroska, eins og tekið var fram í spurn­ing­unni.

Sem fyrr seg­ir hef­ur aðeins einn kepp­andi náð fimm millj­óna mark­inu áður en alls hafa 250 kepp­end­ur unnið sér inn sam­tals 54 millj­ón­ir króna á þeim þrem­ur árum sem þátt­ur­inn hef­ur verið í loft­inu. Stjórn­andi þátt­ar­ins er Þor­steinn J. Vil­hjálms­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son