Enginn rænir Leoncie þrumunni

Sjaldan er lognmolla kringum Leoncie.
Sjaldan er lognmolla kringum Leoncie.

Einn er sá ljósgeisli í íslensku tónlistarlífi sem Leoncie heitir. Það hefur sjaldan verið lognmolla í kringum hana, þessa indversku prinsessu, (eða "Icy Spicy Leoncie" eins og hún er stundum kölluð) og hafa menn skiptar skoðanir á henni sem tónskáldi og sem einstaklingi.

Leoncie var á dögunum að ljúka upptökum á nýrri plötu sem fengið hefur hinn ögrandi titil Radio Rapist. Hún hélt alltént að upptökum væri lokið, þegar allt í einu eitt kvöldið að tvö smellin lög spruttu fram í kollinum á henni: "Ég var að fara að sofa þegar þetta laust mig og ég sagði við eiginmanninn minn uppnumin: "Það verða þá 14 lög en ekki 12!"" Lífleg tilbrigði Leoncie skila sér til blaðamanns í gegnum símtólið og augljóst að á ferð er lífsglöð og ákveðin kona.

Radio Rapist verður fimmta plata Leoncie en áður hefur hún gefið út titlana My Icelandic Man (sem var prýdd Jóni Páli Sigmarssyni á kápunni), Story From Brooklyn, Messages From Overseas og loks Sexy Loverboy sem kom út í september í fyrra. Tónlist hennar er mestan part lífleg með reffilegum laglínum og oftar en ekki djörfum og ágengum textum eins og titill væntanlegrar plötu gefur til kynna.

Hún segir að nýja platan verði mikið frábrugðin Sexy Loverboy: "Þessi verður allt öðruvísi og ólík öllu því sem komið hefur á undan. Það er erfitt að segja til um á hvaða hátt hún er frábrugðin en hún verður algjör bomba!"

Fær innblástur við bænir og íhugun

Leoncie hefur í nógu að snúast, er á þeytingi milli heimshorna og nú síðast var hún í viðtölum við erlenda sjónvarpsstöð og tímarit sem gera munu henni ágætis skil á alþjóðlegum vettvangi seinna í sumar.

Lætur ekki bjána angra sig

Hún lætur vel af vistinni hér á Íslandi en Leoncie er fyrir löngu orðin íslenskur ríkisborgari og gekk að eiga íslenskan mann fyrir hartnær tveimur áratugum. Hún segist þó hafa unun af að ferðast og kynna sér nýja menningarheima: "Mér finnst gaman að blanda geði við alls kyns fólk. Það víkkar sjóndeildarhringinn." Hún kveðst því að öllum líkindum munu flytja til annars lands, þó að hún segist ekki ætla að fara langt og ætlar alls ekki að segja skilið við Ísland.

Næstu vikurnar mun hún vinna að hljóðblöndun, frágangi og lokaupptökum fyrir Radio Rapist sem síðan er væntanleg í verslanir í lok ágústmánaðar.

asgeiri@mbl.is

www.leoncie-music.com

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney