Icy Spicy Leoncie gefur út sína fimmtu plötu

Óhætt er að telja Leoncie með óvenju­legri og um­deild­ari lista­mönn­um lands­ins. Hún hef­ur lengi notað lista­manns­nafnið Ind­verska prins­ess­an, eða "Indi­an Princess Leoncie", en lagði það heiti ný­lega á hill­una og not­ar nú nafnið "Icy Spicy Leoncie", sem ekki er heigl­um hent að þýða á góðu móti yfir á ís­lensku - nema þá kannski "Ískryddið". Nafnið vís­ar þó til þess að hún er enn söm við sig, og syng­ur ögr­andi, hressa og eggj­andi texta um allt milli him­ins og jarðar.

Hún seg­ist hafa hætt að kalla sig ind­versku prins­ess­una þegar jafn­vel henn­ar eig­in móðir sagði hana ekki líta út eins og Ind­verja.

"Það er búið núna. Ég ætla bara að vera ég sjálf," seg­ir Leoncie.

"Fólk kem­ur oft að mér og spyr hvort ég sé í raun prins­essa. Og já, ég er al­gjör prins­essa en ég ætla ekki að vera ind­verska prins­ess­an. Ég er bara Leoncie, "Icy Spicy" Leoncie frá Íslandi."

Frá Góa til Sand­gerðis

Leoncie býður mér hress­ingu og ég þigg vatns­sopa. Hún fær sér líka vatn, seg­ist halda mikið upp á ís­lenska vatnið, og set­ur rör í glasið sitt. Hún drekk­ur alltaf með röri til að halda varalitn­um á sín­um stað.

Leoncie fædd­ist á Indlandi, í Góa-héraði sem er miðstöð vest­rænna tón­listaráhrifa í ind­verskri tón­list­ar­menn­ingu. Mik­il tónlist var á heim­ili Leoncie og faðir henn­ar hafði tón­list­ina að aðal­starfi.

"Faðir minn kenndi mér á pí­anó og ör­lítið á gít­ar en ég hafði mest­an áhuga á pí­anó­inu - fing­urn­ir hrein­lega léku um lykla­borðið."

Strax sem stelpa fór Leoncie að ferðast með föður sín­um og tróð upp með hon­um víða. Ung fór hún síðan til Eng­lands í nám við Trinity Col­l­e­ge of Music í Lund­ún­um. Hún vill samt ekki segja mér hvenær eða hvað hún var göm­ul: "Ég ætla ekki að nefna töl­ur. Ég ræði aldrei töl­ur í nokkru viðtali. Þær koma ekki að neinu gagni - nema kannski til að vinna í lottó."

Eft­ir námið í Englandi fór hún á flakk með hljóm­sveit sinni, The Minstrels, sem var meðal ann­ars skipuð föður henn­ar og bróður.

"Við spiluðum popp­tónlist og vor­um ansi góð. Pabbi var á saxó­fón og trom­pet, bróðir minn á pí­anó og ég söng. Því söng­ur­inn gef­ur mér frelsi til að hreyfa mig. Ég er frjáls­lega Leoncie, villt og frjáls," grín­ast hún.

Tón­list­in hef­ur gert Leoncie kleift að ferðast til fjölda landa og bjó hún meðal ann­ars lang­dvöl­um á Englandi og í Dan­mörku og tal­ar ágæta dönsku með ekta dönsk­um hreim. En á end­an­um hafnaði hún á Íslandi. Þar gift­ist hún hon­um Vikt­ori sín­um. "Ég kom til Íslands til að syngja í Glæsi­bæ. Ég kom ekki hingað til að gift­ast Vikt­ori enda er tón­list­in stóra ást­in í lífi mínu. Ég vildi samt alltaf gift­ast evr­ópsk­um manni. Ég hafði aldrei áhuga á ind­versk­um mönn­um." Hún bæt­ir við hlæj­andi: "Og ég vildi held­ur alls ekki ind­verska tengda­móður."

Af­kasta­mik­il og á eig­in fót­um

"Ég hef fengið mikið af tölvu­pósti, þá sér­stak­lega frá kon­um. Þegar þær eru í ein­hverri lægð og heyra þetta já­kvæða lag, þá líður þeim bet­ur. Ég hef jafn­vel fengið sím­töl frá fólki sem hef­ur beðið mig að kenna þeim að öðlast meira sjálfs­ör­yggi. Það hugs­ar sem svo: "Fyrst Leoncie get­ur þetta, af hverju get­um við það ekki líka?"

Við Leoncie stökkv­um úr einu í annað, en þrátt fyr­ir þetta fram­hjá­hlaup gleym­ir hún ekki að segja mér frá fjórðu plötu sinni, Sexy Lover­boy. Á þeirri plötu var hið um­talaða lag Leoncie "Hæ ást­in" þar sem fyr­ir kem­ur svohljóðandi texta­bút­ur:

ég lofa þér að nudda þig og gefa þér full­næg­ingu, -sæti.

Leoncie veit al­veg hvað ég er að fara þegar ég segi að marg­ir hafi ef­laust sperrt eyr­un við þessa línu. En hún seg­ir það mis­skiln­ing að um dóna­skap sé að ræða:

"Ég vil ekki gera grófa hluti held­ur gera hluti með húm­or sem samt eru siðsam­ir. Ég nota til dæm­is ekki "f-orðið" eins og ég heyri svo marg­ar hljóm­sveit­ir gera. En full­næg­ing - halló! Þeir sem þá dett­ur bara í hug kyn­líf eru með kyn­líf á heil­an­um. Þarna er ég að syngja um að gefa gott nudd og full­nægja á þann hátt að viðkom­andi líði mjög vel. Ég er ekki að tala um kyn­líf held­ur nota ég orðið eins og "sat­is­facti­on" á ensku. Þeir sem eru með sóðal­eg­an hugs­un­ar­hátt, þeir skilja þetta á sóðal­eg­an máta. En þeir sem eru með op­inn huga munu sjá húm­or­inn í þessu."

Leoncie seg­ist mest vera að grín­ast í lög­un­um sín­um, og er alls ekki að reyna að ganga fram af nein­um: "Ég vil að fólk hlæi að lög­un­um mín­um. Það er til­gang­ur­inn með þeim, að fá fólk til að brosa í stað þess að vera súr."

Nú er fimmta plata Leoncie, Radio Rap­ist/​Wrest­ler kom­in í versl­an­ir og seg­ist hún hæst­ánægð með afrakst­ur­inn.

"Ég er að fara á nýja staði í tón­list­inni. Heit­asta popp­leynd­ar­mál Íslands, Leoncie, er í þann mund að springa!"

Á plöt­unni eru þrett­án lög og ræður Leoncie sér ekki fyr­ir kæti þegar hún seg­ir mér frá:

"Radio Rap­ist er frá­bær disk­ur, al­gjör bomba og al­veg ólík­ur nokkru sem ég hef gert hingað til. Og fyrst þú minn­ist á djarfa texta og þess hátt­ar, bíddu bara þangað til þú færð þessa í eyr­un."

Hún spil­ar nokk­ur lög fyr­ir mig og ég get ekki var­ist því að hlæja að skop­skyni henn­ar. Henni Leoncie verður ekki fisjað sam­an.

Glímu­kon­an Leoncie

Ég kveð Leoncie í dyra­gætt­inni, margs vís­ari um þessa óvenju­legu konu. Hún er fjarri því eins og fólk er flest, en virðist samt vera besta skinn. Hún veit hvað hún vill og vant­ar ekki staðfest­una. En hún vill um leið öll­um vel þótt menn­ing­armun­ur og mis­skiln­ing­ur hafi valdið því að lög henn­ar og fas hafa farið öf­ugt ofan í suma. Leoncie held­ur samt áfram að syngja og skemmta hvað sem líður öll­um mót­byr.

Áður en ég fer seg­ir hún mér frá út­gáfu­samn­ing­um sem henni voru boðnir er­lend­is. Hún ætl­ar að taka sér tíma í að fara yfir þá en seg­ist þó ekki ætla að fórna hjóna­band­inu eða eitt­hvað viðlíka, ætli ein­hver að fara fram á það við hana - sama hve mörg núll eru á launa­á­vís­un­inni:

"Ég ætla bara að gera það sem mér er til góðs og breyti ekki því hver ég er. Ég hef fyr­ir löngu skapað mér mína eig­in ímynd sem hin kynþokka­fulla, glæsi­lega og kröft­uga glímu­kona Leoncie - frá Íslandi."

Radio Rap­ist/​Wrest­ler er fá­an­leg í hljóm­plötu­versl­un­um. www.leoncie-music.com

as­geiri@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Fátt er eins ömurlegt og að sitja fastur í úreltum skoðunum. Forðastu að reyna að stjórna lífi annarra því hver er sinnar gæfu smiður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Fátt er eins ömurlegt og að sitja fastur í úreltum skoðunum. Forðastu að reyna að stjórna lífi annarra því hver er sinnar gæfu smiður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir