Grétar Rafn væntanlega áfram með ÍA

*GRÉTAR Rafn Steinsson miðjumaðurinn efnilegi í bikarmeistaraliði Skagamanna hefur gert samkomulag við ÍA að hann muni leika með áfram með liðinu svo framarlega sem spilar hér á landi á næstu leiktíð. Samningur Grétars við rennur út um áramótin og hafa hollensku liðin Waalvijk og Breda sýnt honum áhuga.

*HEIÐAR Helguson kemur væntanlega inn í byrjunarlið Watford á nýjan leik þegar liðið sækir Sheffield United heim í ensku 1. deildinni. Heiðar, sem nýstiginn er upp úr erfiðum meiðslum, kom inn á sem varamaður í leik Watford gegn Nottingham Forest um síðustu helgi en þar sem Danny Webber er meiddur tekur Heiðar líklega stöðu hans.

*RONALD Koeman verður þjálfari hollenska liðsins Ajax til ársins 2006 þrátt fyrir að þátttöku liðsins í Evrópukeppninni hafi lokið í vikunni þegar það beið lægri hlut fyrir Club Brugge og hafnaði þar með í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Forráðamenn Ajax hafa náð samkomulagi við Koeman um að hann haldi áfram starfi sínu en Koeman hefur verið við stjórnvölinn undanfarin þrjú ár.

*GIOVANNI Trappatoni, landsliðsþjálfari, Ítala er efstur á óskalista Dieter Höness, forseta þýska knattspyrnuliðsins Herthu Berlin, um að taka við þjálfun liðsins á næstu leiktíð. Huub Stevens var rekinn úr starfi þjálfara hjá Herthu á dögunum og Andreas Thom ráðinn tímabundið fyrir hann.

*TRAPPATONI er sigursæll þjálfari. Hann hefur unnið tvöfalt bæði á Ítalíu og Þýskalandi og lið undir hans stjórn hafa hampað Evrópumeistaratitlinum þremur.

*LEEDS hefur hafnað beiðni Stoke City um að endurnýja lánssamninginn við Frazer Richardson. Eddie Gray, stjóri Leeds, vill fá leikmanninn til baka en Richardson skoraði sigurmark Stoke á móti West Ham í vikunni.

*BANDARÍSKA tennisstjarnan Serena Williams hefur skrifað undir auglýsingasamning við íþróttavöruframleiðandann Nike sem sagður er færa henni allt að 40 milljónir dala, um 3 milljarða króna, á næstu fimm árum. Að sögn bandarískra fjölmiðla er gert ráð fyrir að hægt sé að framlengja samninginn um 3 ár. Er þetta umfangsmesti auglýsingasamningur sem íþróttakona hefur gert.

*KIM Kallström ein bjartasta von Svía á knattspyrnuvellinum og lykilmaður í meistaraliði Djurgården gekk í gær til liðs við franska liðið Rennes. Kallström er 21 árs gamall miðjumaður sem á fast sæti í sænska landsliðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup