Kurt Nilsen gestadómari í úrslitum Idol-Stjörnuleitar?

Kurt Nilsen kom sá og sigraði í Heimsstjörnuleitinni yfir hátíðirnar.
Kurt Nilsen kom sá og sigraði í Heimsstjörnuleitinni yfir hátíðirnar.

Undanúr­slit í Idol-Stjörnu­leit fara fram í Vetr­arg­arði Smáralind­ar í kvöld og verða vit­an­lega í beinni út­send­ingu á Stöð 2. Eins og alþjóð veit þá halda þau enn velli Anna Katrín, Arn­dís, Jón Sig. og Kalli. En eft­ir kvöldið standa ein­ung­is þrír kepp­end­ur eft­ir sem munu keppa til úr­slita næst­kom­andi föstu­dag. Í kvöld þurfa kepp­end­ur að syngja lög sem val­in voru af dómur­um; Anna Katrín þarf að syngja "Don't Speak", Arn­dís Bítla­lagið "The Long and Wind­ing Road", Jón Elt­on John-lagið "Sorry Seems To Be The Har­dest Word" og Kalli U2-lagið "I Still Haven't Found What I'm Look­ing For". Gesta­dóm­ari kvölds­ins verður eng­in önn­ur en Birgitta Hauk­dal úr Íra­fári.

Löngu er orðið upp­selt á undanúr­slita­kvöldið og ekki nóg með það held­ur seld­ist upp á sjálft úr­slita­kvöldið á 12 mín­út­um á miðviku­dag. Að sögn Pálma Guðmunds­son­ar markaðsstjóra Norður­ljósa hef­ur áhug­inn á því að vera viðstadd­ur úr­slit­in verið svaka­leg­ur og aðspurður vildi hann því ekki úti­loka að viðburður­inn yrði færður til að svara þess­um mikla áhuga.

Í úr­slit­un­um munu all­ir þrír kepp­end­urn­ir syngja sama lagið og heyrst hef­ur að verið sé að reyna að fá sjálf­an sig­ur­veg­ara Heims­stjörnu­leit­ar­inn­ar, norska snill­ing­inn Kurt Nil­sen, til að vera gesta­dóm­ari í úr­slit­un­um.

Idol-Stjörnu­leit­in er á dag­skrá Stöðvar 2 kl. 20.30 og Stöðvar 2+ kl. 21.30.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell