Fyrsti leikur Grétars Rafns

*GRÉTAR Rafn Steinsson lék sinn fyrsta leik með Young Boys í svissnesku deildakeppninni í knattspyrnu á sunnudaginn.

Hann spilaði síðustu 22 mínúturnar þegar lið hans gerði jafntefli, 1:1, við Grasshoppers á útivelli í fyrsta leiknum eftir vetrarfrí en Grétar gekk til liðs við Young Boys frá ÍA í janúar. Young Boys er í fimmta sæti, tíu stigum á eftir toppliðinu Basel.

*ANDRI Hjörvar Albertsson, knattspyrnumaður úr Þór á Akureyri, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur. Andri er 24 ára varnarmaður og hefur leikið með Þór alla tíð - spilaði 8 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni 2002. Hann lék síðast með því í 1. deildinni 2003, þá 12 leiki, en var ekkert með á síðasta tímabili. Andri lék með drengjalandsliði Íslands á sínum tíma.

*BJÖRN Orri Hermannsson, 15 ára piltur, lék með meistaraflokksliði Fylkis gegn Val í deildabikarkeppninni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Björn Orri, sem lék með drengjalandsliðinu strax á síðasta ári, spilaði síðustu 25 mínútur leiksins.

*VALÞÓR Halldórsson, varamarkvörður FH, lék síðustu 5 mínúturnar sem útispilari þegar Íslandsmeistararnir gerðu jafntefli við Þrótt R., 1:1, í deildabikarnum í fyrrakvöld. Sverrir Garðarsson, varnarmaður FH, þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá hafði öllum varamönnum Hafnarfjarðarliðsins verið skipt inn á, nema Valþóri, sem lék sem kantmaður síðustu mínútur leiksins.

*EINAR Hlöðver Sigurðsson, leikmaður ÍBV, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann í deildabikarnum í knattspyrnu. Einar fékk rauða spjaldið gegn Fylki á dögunum og missir af leikjum Eyjamanna við Víking og Þór um næstu helgi.

*JÓHANN B. Guðmundsson skoraði fyrra mark Örgryte sem gerði jafntefli, 2:2, við Ljungskile í æfingaleik í Svíþjóð um helgina.

*ARNAR Sigurðsson vann auðvelda sigra þegar lið hans, Pacific, vann UC Davis örugglega, 6:1, í bandarísku háskólakeppninni í tennis á laugardaginn. Arnar vann andstæðing sinn í einliðaleik, 6:2 og 6:2, og í tvíliðaleik unnu Arnar og Vladimir Zdravkovic, sem nú eru í 38. sæti bandaríska styrkleikalistans, sinn leik, 8:5.

*ROBERT Waseige fyrrum landsliðsþjálfari Belga í knattspyrnu var í gær ráðinn þjálfari FC Brüssel sem situr í neðsta sæti belgísku 1. deildarinnar.

*NICKY Hunt, Bolton, varð fyrir óvenjulegri reynslu á sunnudaginn. Hann meiddist í leik við Newcastle og varð að fara af velli. Meiðslin voru sérkennileg. Hann fékk knöttinn í öxlina snemma leiks og fór úr axlarlið við það. Hann þarf líklegast í uppskurð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup