Grétar Rafn Steinsson lék með AZ Alkmaar

*GRÉTAR Rafn Steinsson lék fyrsta leik sinn í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær en hann lék sex síðustu mínúturnar með AZ Alkmaar í sigri liðsins á Ajax, 4:2. AZ Alkmaar er í efsta sæti ásamt Feyenoord og Walwijk með 15 stig eftir átta umferðir.

*ÁSTHILDUR Helgadóttir skoraði eitt marka Malmö sem burstaði Gautaborg, 5:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Malmö er í öðru sæti deildarinnar með 52 stig, þremur minna en Umeå.

*HELGI Sigurðsson kom ekkert við sögu hjá AGF sem tapaði á heimavelli fyrir AaB, 4:2, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

*ÁRNI Gautur Arason varði mark Vålerenga í gær sem gerði markalaust jafntefli við Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Vålerenga hefur 44 stig í efsta sæti deildarinnar en Start er í öðru sæti með 41 stig en á leik til góða.

*STEFÁN Gíslason lék allan leikinn á miðjunni fyrir Lyn sem tapaði fyrir Ham-Kam, 0:1. Lyn er í fimmta sæti deildarinnar með 34 stig eftir 21 umferð.

*HARALDUR Freyr Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Aalesunds sem gerði jafntefli við Bodö/Glimt, 1:1, en hann tók út leikbann.

*ALLAN Borgvardt, fyrrum FH-ingur, fékk að spreyta sig síðustu fimm mínúturnar með Viking sem tapaði fyrir Odd Grenland, 0:1.

*STEFÁN Þórðarson var í liði Norrköping sem tapaði fyrir Mjällby, 2:3, í sænsku 1. deildinni. Stefáni tókst ekki að komast á blað en krækti sér í gult spjald á 62. mínútu.

*VILHJÁLMUR Vilhjálmsson vermdi varamannabekk Västerås og kom ekkert við sögu þegar liðið tapaði fyrir Falkenbergs, 1:3, í 1. deildinni í Svíþjóð í gær.

*VEIGAR Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Stabæk sem sigraði

Hødd, 4:1, í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Veigari tókst ekki að skora en honum var skipt útaf á 73. mínútu.

*HJÁLMAR Þórarinsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem sigraði Iverness, 1:0, í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Hearts er í efsta sæti, fimm stigum á undan Celtic.

*INDRIÐI Sigurðsson lék ekki með Genk vegna meiðsla þegar liðið lagði Zulte Waregem, 3:1, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

*GUÐJÓN Þórðarson og lærisveinar hans í enska 3. deildarliðinu Notts County töpuðu á laugardaginn sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir lágu fyrir Shrewsbury, 2:0. Notts County er í 3.-5. sæti í deildinni með 16 stig, þremur minna en topplið Grimsby.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup