Grétar Rafn Steinsson lék með AZ Alkmaar

*GRÉTAR Rafn Steinsson lék fyrsta leik sinn í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær en hann lék sex síðustu mínúturnar með AZ Alkmaar í sigri liðsins á Ajax, 4:2. AZ Alkmaar er í efsta sæti ásamt Feyenoord og Walwijk með 15 stig eftir átta umferðir.

*ÁSTHILDUR Helgadóttir skoraði eitt marka Malmö sem burstaði Gautaborg, 5:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Malmö er í öðru sæti deildarinnar með 52 stig, þremur minna en Umeå.

*HELGI Sigurðsson kom ekkert við sögu hjá AGF sem tapaði á heimavelli fyrir AaB, 4:2, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

*ÁRNI Gautur Arason varði mark Vålerenga í gær sem gerði markalaust jafntefli við Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Vålerenga hefur 44 stig í efsta sæti deildarinnar en Start er í öðru sæti með 41 stig en á leik til góða.

*STEFÁN Gíslason lék allan leikinn á miðjunni fyrir Lyn sem tapaði fyrir Ham-Kam, 0:1. Lyn er í fimmta sæti deildarinnar með 34 stig eftir 21 umferð.

*HARALDUR Freyr Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Aalesunds sem gerði jafntefli við Bodö/Glimt, 1:1, en hann tók út leikbann.

*ALLAN Borgvardt, fyrrum FH-ingur, fékk að spreyta sig síðustu fimm mínúturnar með Viking sem tapaði fyrir Odd Grenland, 0:1.

*STEFÁN Þórðarson var í liði Norrköping sem tapaði fyrir Mjällby, 2:3, í sænsku 1. deildinni. Stefáni tókst ekki að komast á blað en krækti sér í gult spjald á 62. mínútu.

*VILHJÁLMUR Vilhjálmsson vermdi varamannabekk Västerås og kom ekkert við sögu þegar liðið tapaði fyrir Falkenbergs, 1:3, í 1. deildinni í Svíþjóð í gær.

*VEIGAR Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Stabæk sem sigraði

Hødd, 4:1, í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Veigari tókst ekki að skora en honum var skipt útaf á 73. mínútu.

*HJÁLMAR Þórarinsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem sigraði Iverness, 1:0, í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Hearts er í efsta sæti, fimm stigum á undan Celtic.

*INDRIÐI Sigurðsson lék ekki með Genk vegna meiðsla þegar liðið lagði Zulte Waregem, 3:1, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

*GUÐJÓN Þórðarson og lærisveinar hans í enska 3. deildarliðinu Notts County töpuðu á laugardaginn sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir lágu fyrir Shrewsbury, 2:0. Notts County er í 3.-5. sæti í deildinni með 16 stig, þremur minna en topplið Grimsby.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson