Grétar Rafn sat á bekknum

*GRÉTAR Rafn Steins­son sat all­an tím­ann á vara­manna­bekk AZ Alk­ma­ar þegar lið hans vann Herac­les, 1:0, á úti­velli í hol­lensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu á laug­ar­dags­kvöldið.

*HJÁLMAR Þór­ar­ins­son lék sinn fyrsta leik á tíma­bil­inu með Hearts í skosku úr­vals­deild­inni á laug­ar­dag­inn þegar hann kom inná sem varamaður gegn Dun­fermline, 11 mín­út­um fyr­ir leiks­lok. Hearts vann, 4:1, á úti­velli.

*GARÐAR B. Gunn­laugs­son var ekki í leik­manna­hópi Dun­fermline en hann hef­ur ekki náð að spila vegna meiðsla eft­ir að hann varð lög­leg­ur með liðinu um ára­mót­in.

*JÓHANN­ES Harðar­son gat ekki spilað með norska liðinu Start í fyrsta æf­inga­leik árs­ins í gær, vegna meiðsla. Start vann þá sænska liðið IFK Gauta­borg, 4:3, að viðstödd­um á annað þúsund áhorf­end­um í Sörlands­hal­len. Hjálm­ar Jóns­son var ekki með Gauta­borg­arliðinu en hann er að jafna sig af meiðslum.

*LARRY Brown þjálf­ari New York Knicks hef­ur nú fagnað sigri í 1000 leikj­um sem þjálf­ari í NBA-deild­inni í körfuknatt­leik en hann stýrði Knicks til sig­urs gegn Atlanta Hawks aðfaranótt föstu­dags, 105:94. Brown er aðeins fjórði þjálf­ar­inn í sögu NBA-deild­ar­inn­ar sem nær þess­um áfanga en Knicks hef­ur nú sigrað í sex leikj­um í röð.

*BROWN, Lenny Wil­kens, Don Nel­son og Pat Riley eru þeir einu sem hafa náð að vinna 1000 leiki sem þjálf­ar­ar í NBA-deild­inni.

*ÞRJÁR fram­leng­ing­ar þurfti til þess að knýja fram úr­slit í viður­eign Phila­delp­hia 76'ers gegn Bost­on Celtic um helg­ina í NBA-deild­inni í körfuknatt­leik í Banda­ríkj­un­um en þar hafði 76'ers bet­ur, 125:124.

Chris Webber var at­kvæðamik­ill í liði 76'ers og skoraði 31 stig og tók 13 frá­köst. Allen Iver­son fé­lagi hans skoraði 33 stig. Ricky Dav­is lék vel með Bost­on og skoraði 33 stig og Mark Blount var með 27 stig.

*JOSH How­ard og fé­lag­ar hans Dallas Mavericks fóru á kost­um í stór­sigri liðsins gegn New Jers­ey Nets, 110:77. How­ard skoraði 29 stig en Keith Van Horn, fyrr­um leikmaður Nets, bætti við 23 stig­um fyr­ir Dallas en hann hitti úr öll­um fimm 3 stiga skot­um sín­um í leikn­um.

*ÞAÐ dugði ekki hjá Cleve­land Ca­valiers Le­Bron James skoraði 46 stig gegn Phoen­ix Suns þar sem Suns hafði bet­ur, 115:106, en þetta var ní­undi sig­ur­leik­ur liðsis í síðustu ell­efu leikj­um.

*DWYA­NE Wade leikmaður Miami Heat var ná­lægt því að ná þre­faldri tvennu gegn Utah Jazz aðfaranótt sunnu­dags en hann skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsend­ing­ar og tók 8 frá­köst í 100:94 sigri Heat. Wade hef­ur þríveg­is á sín­um ferli náð þre­faldri tvennu í þess­um töl­fræðiþátt­um leiks­ins. Heat hef­ur nú unnið fjóra leiki í röð á úti­velli en Shaquille O'­Neal átti erfitt upp­drátt­ar gegn Jazz og skoraði aðeins 12 stig en tók 14 frá­köst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir