Erla Steina skoraði fyrir Mallbacken

*ERLA Steina Arnardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði eitt marka Mallbacken frá Svíþjóð sem vann norska liðið Fart, 3:2, í æfingaleik í Noregi á laugardaginn. Erla Steina skoraði markið með skoti beint úr aukaspyrnu.

*HOLLAND vann stórsigur á Ungverjalandi á útivelli, 5:0, í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu á laugardaginn. Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í næsta mánuði. Danmörk vann Belgíu, 2:0, á útivelli og Noregur vann Grikkland, 3:0, á útivelli í sömu keppni.

*GRÉTAR Rafn Steinsson var varamaður en kom ekki við sögu hjá Alkmaar þegar lið hans vann Waalwijk, 1:0, á útivelli í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Alkmaar styrkti stöðu sína í öðru sætinu og er nú eina liðið sem gæti náð meistaratitlinum úr höndum PSV Eindhoven þó líkurnar á því séu litlar.

*KÁRI Árnason lék síðasta hálftímann með sænsku meisturunum Djurgården í gær þegar þeir töpuðu, 1:0, fyrir Lilleström í síðari leik liðanna í undanúrslitum Skandinavíudeildarinnar í knattspyrnu sem fram fór í Noregi. Lilleström vann samanlagt 4:1 og mætir FC Köbenhavn í úrslitaleik keppninnar. Sölvi Geir Ottesen var sem fyrr fjarri góðu gamni hjá Djurgården en hann er að jafna sig eftir að hafa slitið krossband í hné í haust.

*HÖRÐUR Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson léku báðir allan leikinn með Silkeborg þegar lið þeirra tapaði, 3:1, fyrir Bröndby á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hörður, sem skoraði 4 mörk í fyrstu tveimur deildaleikjum sínum með Silkeborg, bæði mörkin í sigurleik gegn Bröndby um síðustu helgi, var óheppinn að komast ekki á blað þriðja leikinn í röð.

*BIRKIR Bjarnason, hinn 17 ára gamli unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, var áfram í byrjunarliði Viking Stavanger í gær er liðið vann Brann, 2:0, í æfingaleik norsku félaganna sem fram fór í Stavanger. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson léku báðir með Brann.

*INDRIÐI Sigurðsson lék allan leikinn með Genk í gær þegar lið hans tapaði, 1:0, fyrir Moeskroen í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu. Genk hefur aðeins náð einu stigi í sex leikjum á útivelli eftir áramótin. Litlu munaði að Indriði næði að forða sigurmarki Moeskroen, sem Dorothée skoraði með hjólhestaspyrnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup