Pacino mun leika í Ocean´s 13

Al Pacino.
Al Pacino. Reuters

Al Pacino er nú orðaður við kvikmyndina Ocean´s 13, sem er framhald kvikmyndanna Ocean´s 11 og 12, sem hafa skartað miklum fjölda bandarískra kvikmyndastjarna og má þar nefna George Clooney, Brad Pitt, Andy Garcia og Juliu Roberts. Segir þar af þjófagengi Danny nokkurs Ocean, sem Clooney leikur, sem ræðst aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur. Leikstjóri þriðju myndarinnar er sá sami og stýrði hinum tveimur, Steven Soderbergh.

Tímaritið Daily Variety segir Pacino þrettánda liðsmann þjófagengisins og að tökur hefjist í júlí n.k. Ocean´s 11 er endurgerð kvikmyndar frá sjöunda áratugnum en í henni lék „rottugengið“ svonefnda: Dean Martin, Sammy Davis Jr. og Frank Sinatra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar