Hljómsveitirnar Cheap Trick og Allman Brothers Band hafa lögsótt Sony Music fyrirtækið og segjast hafa verið sviknar um sóluprósentur af lögum sem seld voru á netinu. Samningur Sony kveður á um að fyrirtækið borgi höfundum helming nettótekna af netsölu á tónlist.
Sony mun hafa greitt rokkurunum minna þar sem hljómplötusamningar þeirra voru gerðir fyrir tíð netsölu á tónlist. Hljómplötufyrirtæki Sony selur lögin eins og þau séu plötusala en ekki netsala og leggur gjöld á söluna sem tilheyra plötuútgáfu, þ.á.m. gjalds fyrir umslög og flutning.
Flest lagannna eru seld á netinu fyrir 99 sent og af þeim fara 70 til Sony. Hljómsveitirnr fá 4 sent á lag, í stað 30 sem þær segjast eiga rétt á.