104 ára gömul í 21. hjónabandið

33 ára gamall maður í norðurhluta Malasíu hefur kvænst 104 ára gamalli konu, að sögn malasískra dagblaða í gær. Er þetta í 21. skipti sem konan, Wook Kundor, gengur í hjónaband. Hún segist vona að í þetta sinn endist hjónabandið.

Þetta er hins vegar fyrsta hjónaband brúðgumans, Muhamad Noor Che Musa en þau kynntust þegar hann leigði hjá henni. Hann segist í fyrstu hafa fundið til með konunni vegna þess að hún hafi verið barnlaus, gömul og einmana en gagnkvæm virðing og vinátta þeirra hafi smám saman breyst í ást.

"Ég sækist ekki eftir peningum frá henni, enda er hún fátæk," er haft eftir Muhamad. "Áður en ég kynntist Wook dvaldi ég aldrei lengi á sama stað." Hann segir það hafa verið vilja Guðs að þau skyldu ná saman.

Ekki kom fram hvort einhverjir af fyrri eiginmönnum konunnar eru enn á lífi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir