Á yfir höfði sér málaferli vegna fjölveris

Dómari í Michigan mun í dag ákveða hvort réttað verði yfir Kyle McConnell, 46 ára, vegna fjölveris, en í ljós hefur komið að hún var gift þremur mönnum á sama tíma. Jafnvel er talið að um mun stærra mál sé að ræða eða fimmtán fyrrverandi eiginmenn og nokkur svindlmál.

Douglas Rice er einn þeirra þriggja sem McConnell var gift á sama tíma. Að hans sögn kynntust þau á netinu síðastliðið sumar og gengu í hjónaband nokkrum mánuðum síðar. Segir Rice að hún hafi sagst eiga eitt hjónaband að baki.

McConnell situr inni vegna þess að hún reyndi að svíkja fé út úr öðrum eiginmanni. Var hún í síðasta mánuði dæmd til að afplána 22 mánuði af dómi hið minnsta eða allt að 10 árum fyrir skjalafals.

Segist lögreglustjórinn í St. Clairsýslu ekki vita hversu marga karla hún blekkti, en segir hana hafa einstaka hæfileika til að finna einmanna menn, giftast þeim og stela af þeim í kjölfarið.

Segir lögfræðingur Kyle McConnell að það séu tvær hliðar á hverju máli og neitaði að tjá sig frekar.

Í Michigan getur fólk, sem dæmt er fyrir fjölveri, átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup