Þáttaröðin Doctor Who, sem framleidd er af breska ríkissjónvarpinu BBC, og þáttaröðin Bleak House, einnig framleidd af BBC, hlutu tvenn verðlaun hver á sjónvarpsverðlaunahátíð Bafta (British Academy Television Awards) í Bretlandi í gærkvöldi. Doctor Who hlaut verðlaun fyrir bestu dramatísku sjónvarpsþættina og verðlaun áhorfenda fyrir frumkvöðlastarf í sjónvarpi, en þættirnir hafa nú verið sýndir og framleiddir til fjölmargra ára.
Þættirnir X-Factor þóttu besta afþreyingarsjónvarpsefnið og svipar til Idol söngkeppninnar, The Thick of It þótti besta pólitíska gamanþáttaröðin og East Enders besta sápuóperan. Besti þáttastjórnandinn var valinn Jonathan Ross, sem stýrir spjallþáttum fyrir BBC á föstudagskvöldum. BBC sópaði að sér fleiri verðlaunum, því þættirnir Bleak House fengu ein og það fyrir bestu leikkonuna, Önnu Maxwell Martin. Besti leikarinn þótti Mark Rylance fyrir leik sinn í þáttaröðinni The Government Inspector.