Færeysk kvikmyndahús sniðganga Da Vinci lykilinn

Tom Hanks og Audrey Tautou framan við málverkið af Monu …
Tom Hanks og Audrey Tautou framan við málverkið af Monu Lisu, í kvikmyndinni Da Vinci lyklinum.

Stjórnendur tveggja kvikmyndahúsa í Færeyjum hafa ákveðið að taka ekki til sýninga kvikmyndina Da Vinci lykilinn, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Dan Brown. Ástæðan er sögð sú, að söguþráður myndarinnar feli í sér guðlast.

Færeyska blaðið Sosialurinn hefur eftir Jákup Eli Jacobsen, forstjóra Havnar Bio, að þar á bæ hafi menn valið að sýna ekki myndina vegna þess að hún sé guðlast. „Þegar við spurðum Nordisk Film, sem dreifir myndinni, hvort innihald hennar væri það sama og bókarinnar, og fengum jákvætt svar, ákváðum við að við ætluðum ekki að sýna neitt guðlast í Færeyjum," hefur blaðið eftir Jakobsen.

Hann viðurkennir jafnframt, að hann hafi ekki lesið bókina. „En mér er sagt að í myndinni segi að Jesús hafi átt börn með konu. Það er næg ástæða til að sýna ekki myndina," segir Jakobsen og bætir við að hann óttist að missa rekstarleyfið ef hann sýni guðlast í kvikmyndahúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar