Færeysk kvikmyndahús sniðganga Da Vinci lykilinn

Tom Hanks og Audrey Tautou framan við málverkið af Monu …
Tom Hanks og Audrey Tautou framan við málverkið af Monu Lisu, í kvikmyndinni Da Vinci lyklinum.

Stjórn­end­ur tveggja kvik­mynda­húsa í Fær­eyj­um hafa ákveðið að taka ekki til sýn­inga kvik­mynd­ina Da Vinci lyk­il­inn, sem gerð er eft­ir sam­nefndri skáld­sögu Dan Brown. Ástæðan er sögð sú, að söguþráður mynd­ar­inn­ar feli í sér guðlast.

Fær­eyska blaðið Sosial­ur­inn hef­ur eft­ir Jákup Eli Jac­ob­sen, for­stjóra Havn­ar Bio, að þar á bæ hafi menn valið að sýna ekki mynd­ina vegna þess að hún sé guðlast. „Þegar við spurðum Nordisk Film, sem dreif­ir mynd­inni, hvort inni­hald henn­ar væri það sama og bók­ar­inn­ar, og feng­um já­kvætt svar, ákváðum við að við ætluðum ekki að sýna neitt guðlast í Fær­eyj­um," hef­ur blaðið eft­ir Jak­ob­sen.

Hann viður­kenn­ir jafn­framt, að hann hafi ekki lesið bók­ina. „En mér er sagt að í mynd­inni segi að Jesús hafi átt börn með konu. Það er næg ástæða til að sýna ekki mynd­ina," seg­ir Jak­ob­sen og bæt­ir við að hann ótt­ist að missa rekst­ar­leyfið ef hann sýni guðlast í kvik­mynda­hús­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Kraftur þinn og úthald er mikið um þessar mundir og þú ert fær um að vinna mikið og lengi. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Kraftur þinn og úthald er mikið um þessar mundir og þú ert fær um að vinna mikið og lengi. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell