Ragnar Helgi Ólafsson hlýtur verðlaunin Prix Möbius Nordica

Ragnar Helgi Ólafsson við verðlaunaafhendinguna í Finnlandi
Ragnar Helgi Ólafsson við verðlaunaafhendinguna í Finnlandi

Íslenskur myndlistarmaður, Ragnar Helgi Ólafsson, hlaut á dögunum norrænu verðlaunin Prix Möbius Nordica – Prix de la Creation, en þau voru afhent í Media Center Lume í Lista- og hönnunarháskólanum í Helsinki í Finnlandi. Jafnframt öðlast hann þátttökurétt í alþjóðlegri samkeppni, Prix Möbius International, sem fram fer í Montreal í Kanada í októbermánuði.

Ragnar Helgi hlaut verðlaunin fyrir raflistaverk er nefnist WebWaste og er unnið fyrir Internetið. Það er gagnvirkt verk sem áhorfendur geta tekið þátt í að skapa og breyta, með því að hafa áhrif á myndir, hljóð og lifandi myndir sem þar birtast. Möbius verðlaununum var ekki síst komið á fót til þess að beina athygli að þeirri nýju tegund listar sem áhorfendur geta tengst með einhverjum hætti. Þrjú önnur norræn nýmiðlunarverkefni voru verðlaunuð að þessu sinni, öll unnin af Finnum, að því er segir í tilkynningu.

Að sögn Skúlínu Hlífar Kjartansdóttur, vefritstjóra, sem átti sæti í dómnefnd Prix Möbius Nordica 2006, er samkeppnin skipulögð af Medeia í samvinnu við Media Center Lume og Media Lab við University of Art and Design, Helsinki. Markmið keppninnar er að stuðla að þróun og nýsköpun, sérstaklega á sviði gagnvirkra nýmiðla. Sóst er eftir verkum sem bera vitni um gæði í fagurfræðilegum jafnt sem tæknilegum úrlausnum. Skúlína segir að dómnefnd hafi litið til tengsla á vali tjáningarmiðla og innihalds ásamt vali þess hóps sem verkin eru ætlað. Þá hafi dómarar einnig veitt sérstaka athygli möguleikum á alþjóðlegri dreifingu verkefnanna.

Verðlaunaverk Ragnars Helga getur fólk skoðað og haft áhrif á með því að fara á slóðina www.webwaste.net

Ragnar Helgi Ólafsson lærði heimspeki við Háskóla Íslands frá 1991-1997 lauk þaðan BA prófi. Hann lagði stund á myndlistarnám í l’Ecole des Beaux Arts d’Aix-en-Provence í Frakklandi og brautskráðist þaðan vorið 2001. Eftir að hafa stundað hreyfi- og stuttmyndagerð um nokkurt skeið vinnur Ragnar Helgi nú um stundir mest með rafræna miðla í list sinni, bæði í internetverkum og í virkum innsetningum. Hann býr og starfar í Reykjavík og kennir við Listaháskóla Íslands auk þess að starfa sjálfstætt að grafískri hönnun.

Ragnar Helgi Ólafsson hefur sýnt verk sín víða, þar á meðal í La Villette Numerique í París, STEIM-Gallery í Amsterdam, Espace Sextius í Aix-en-Provence, Museet for Samtidskunst í Danmörku, Nýlistasafninu og Listasafni Íslands í Reykjavík og í Samtímalistasafni Finnlands, Kiasma í Helskinki, að því er segir í tilkynningu.

Stuðningsaðilar Prix Möbius Nordica 2006 eru Menningarsjóður Norðurlanda, finnska menntamálaráðuneytið, finnska utanríkisráðuneytið, AVEK - The Promotion Centre for Audiovisual Culture og FRAME - Finnish Fund for Art Exchange.

Verk Ragnars Helga Ólafssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar