Silvía Nótt endaði í 13. sæti í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sl. fimmtudag en upplýsingar um röðina þar voru birtar í kvöld eftir að úrslit í keppninni lágu fyrir. Finnska hljómsveitin Lordi, sem vann keppnina í kvöld nokkuð óvænt, fékk einnig flest atkvæði í undankeppninni.
Bosnía og Hersegóvína varð í 2. sæti í undankeppninni en í 3. sæti í úrslitunum í kvöld. Rússar, sem urðu í 2. sæti í kvöld, lentu í 3. sæti í undanúrslitunum, Svíar urðu í 4. sæti á fimmtudag en í 5. sæti í kvöld.
Tíu keppendur komust áfram í úrslitin úr undanúrslitunum. Þeir enduðu allir í efri hlutanum í úrslitinum í kvöld.