Aðþrengdar og of grannar eiginkonur

Felicity Huffman er of grönn að mati Alex Kingston sem …
Felicity Huffman er of grönn að mati Alex Kingston sem hreppti ekki hlutverkið. Reuters

Breska leikkonan Alex Kingston, sem er vel þekkt úr sjónvarpsþáttaröðinni Bráðavaktinni, segir að hún hafi þótt of þrýstin fyrir hlutverk Lynette Scavo í Aðþrengdum eiginkonum. Felicity Huffman fékk hlutverkið, en Kingston sagði í viðtali við breska dagblaðið Evening Standard að hún hefði ekki fengið hlutverkið vegna þess að hún væri of mikil um sig.

„Ég fékk ekki hlutverkið og ég veit hvers vegna og það hefur ekkert með leikhæfileika að gera, ég er bara allt of stór,” sagði Kingston, sem sakaði leikkonurnar í sjónvarpsþáttaröðinni um að valda konum áhyggjum af þyngd sinni.

„Þær líta ekki út eins og aðþrengdar eiginkonur, þær líta frekar út eins og aðþrengdar ljósmyndafyrirsætur. Þetta gerir mig brjálaða, því þetta ýtir undir sektarkennd kvenna að líta ekki út eins og þær,” sagði Kingston að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup