Kostnaður RÚV umfram tekjur vegna Eurovision var 47 milljónir

Silvía Nótt ásamt Pepe og Romario á sviðinu í Aþenu.
Silvía Nótt ásamt Pepe og Romario á sviðinu í Aþenu. mbl.is/Eggert

Ríkisútvarpið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram, að heildarkostnaður Ríkisútvarpsins vegna Söngvakeppni Sjónvarpsins, forkeppni Eurovision, undanúrslitanna og úrslitanna í Aþenu nam tæpum 100 milljónum króna. Beinar tekjur vegna þessa námu rúmum 52 milljónum króna, þannig að kostnaður umfram beinar tekjur var tæpar 47 milljónir króna.

Fram kemur að heildarkostnaður Ríkisútvarpsins við þátttöku og útsendingar frá Aþenu var um 19 milljónir króna. Beinar tekjur Ríkisútvarpsins af þessum útsendingum námu um 18 milljónum króna. Nettókostnaður Ríkisútvarpsins vegna þátttöku og samtals 5 klukkustunda beinna útsendinga frá Aþenu var því um 1 milljón króna.

Tekið er fram, að nettókostnaður á hverja frumsýnda klukkustund hafi því verið tæplega 2,5 milljónir króna. Áhorf á þessa dagskrárliði var á bilinu 50-80%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir