Kynlífsskemmtigarður opnaður í Lundúnum í september

Klaka rennt yfir örvandi svæði.
Klaka rennt yfir örvandi svæði. mbl.is

Skemmtigarður helgaður kynlífi og öllu því tengdu verður opnaður á West End í miðbæ Lundúna í september. 7 milljónum punda verður á endanum eytt í að koma honum á koppinn, tæpum milljarði króna. Lítið verður þó um stór skemmtitæki eða rússíbana líkt og í hefðbundnum skemmtigörðum, heldur mun annað gert til að skemmta fólki og leiðbeina í kynlífinu.

Kynlífsskemmtigarðurinn mun bera nafnið „Amora-skóli um kynlíf og ástarsambönd“ og verður í Trocadero-byggingunni við Piccadillytorg. Gestir munu leggja leið sína um sjö ólík svæði tengd nautn og fullnægingu. Þessum skemmtigarði eða skóla er ætlað að skilja að goðsagnir og staðreyndir tengdar kynlífi og veita fólki leiðsögn til þess að það geti bætt frammistöðu sína í bólinu.

Aldurstakmark að skemmtigarðinum er 18 ár og aðgangseyrir 15 pund. Garðurinn opnar þann 7. september nk. Meðal gripa eða tækja, sem gestir hafa aðgang að, eru sílikonstyttur af fólki sem fólk má snerta til að komast að því hvar örvun er mest á líkamanum.

Að auki geta gestir sett saman sinn draumaelskhuga með því að raða saman ólíkum líkamshlutum. Forstöðumaður garðsins segir fólk alltaf vilja meira kynlíf, hvort sem það iðki það oft eða ekki. BBC segir af þessum skemmtigarði á vef sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir