Tugir þúsunda fagna Lordi í miðborg Helsinki

Tarja Halonen, forseti Finnlands, og herra Lordi í miðborg Helsinki …
Tarja Halonen, forseti Finnlands, og herra Lordi í miðborg Helsinki í dag. Reuters

Talið er að allt að 100 þúsund manns séu samankomin í miðborg Helsinki, höfuðborg Finnlands, þar sem nú stendur yfir mikil hátíð í tilefni af sigri skrímslahljómsveitarinnar Lordi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva um síðustu helgi. Lögregla stjórnar umferðinni og þyrlur sveima yfir miðborginni og fólk söng sigurlagið Hard Rock Hallelujah hástöfum á leiðinni á torgið þar sem Lordi átti að koma fram.

Alls var gert ráð fyrir að tónleikar á torginu stæðu í fjórar klukkustundir en nokkrar hljómsveitir áttu að spila áður en Lordi steig á svið. Tarja Halonen, forseti Finnlands, sem sendi Lordi heillaóskaskeyti eftir sigurinn á laugardag, heiðraði Lordi sérstaklega á sviðinu.

„Mér finnst ekkert gaman að rokki, sérstaklega ekki þungarokki, en ég er svo stoltur af því að Finnland vann keppnina," sagði Anni Markkanen, 53 ára, sem kom fram Oulu, 600 kílómetra norður af Helsinki. „Ég varð bara að mæta í veisluna."

„Mér finnast Lordi svo svalir," sagði Petra, 16 ára Helsinkistúlka sem iðaði af eftirvæntingu. „Ég er orðin máttlaus í hnjánum."

Anna Koivisto beið í 12 tíma við sviðstjaldið í morgun í þeirri von að sjá Lordi þegar sveitin kom til að prófa hljóðið. „Og ég fékk eiginhandaráritanir svo það var þess virði," sagði hún.

Lordi hefur verið á forsíðum finnskra dagblaða og tímarita alla vikuna og aðalumfjöllunarefnið í sjónvarpi og nýjasta plata sveitarinnar hefur runnið út eins og heitar lummur í Finnlandi.

Liðsmennirnir í Lordi hafa til þessa reynt að sveipa sveitina dularhjúp og koma ekki fram opinberlega grímulausir. Þá hafa þeir beðið fjölmiðla um að „eyðileggja ekki ímynd sína," með því að birta myndir af þeim eins og þeir líta í raun út. Þeir ganga undir nöfnunum Hr. Lordi, Kita, Amen, Awa og Ox.

7 Paivaa hins vegar forsíðumynd af Tomi Putaansuu, forsprakka Lordi, grímulausum. Mikil reiði greip um sig í landinu og um 200 þúsund manns skrifuðu nafn sitt á vefsíðu sem sett var upp í mótmælaskyni. Útgefandi blaðsins, Aller Julkaisut Oy, baðst opinberlega afsökunar í gær og voru ritstjórnarskrifstofur blaðsins lokaðar í dag.

Þýska blaðið Bild birti einnig í vikunni mynd af ljóshærðri stúlku, sem heitir Leena Peisa og er sögð leynast bak við gervi hljómborðsleikarans Awa.

Umfjöllun Aftenposten um Awa

Finnar bíða eftir þjóðhetjum sínum í miðborg Helsinki í dag.
Finnar bíða eftir þjóðhetjum sínum í miðborg Helsinki í dag. Reuters
Lordi með Silvíu Nótt í Aþenu í síðustu viku.
Lordi með Silvíu Nótt í Aþenu í síðustu viku. mbl.is/Eggert
Lordi á blaðamannafundi í Helsinki í vikunni.
Lordi á blaðamannafundi í Helsinki í vikunni. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir