Lög James Blunt bönnuð á breskri útvarpsstöð

Of mikið af því góða
Of mikið af því góða Reuters

Breskum útvarpshlustendum virðist þykja söngvarinn James Blunt geðþekkari en góðu hófi gegnir. Útvapsstöðin Essex FM, sem sendir út í S-Englandi, hefur tilkynnt, að tvö lög eftir tónlistarmanninn verði hér eftir bönnuð á stöðinni.

Það eru lögin „You're Beautiful“ og „Goodbye My Lover“ sem hafa verið bönnuð, en bæði hafa lögin notið fádæma vinsælda. Chris Cotton, stjórnandi stöðvarinnar, tekur fram að aðstandendur hennar hafi ekkert á móti söngvaranum en hlustendur hafi einfaldlega fengið nóg.

Mikill þrýstingur er á útvarpsstöðvar frá plötuiðnaðinum um að leika vinsæl lög, sem þýðir að sama tónlistin er oft endurtekin í sífellu svo mörgum finnst nóg um. Cotton segir að stöðin sé einfaldlega að bregðast við ábendingum frá hlustendum og hvetur aðrar stöðvar til að fylgja fordæminu.

James Blunt hefur notið mikilla vinsælda og hefur plata hans, „Back To Bedlam“, selst í bílförmum um allan heim. Hann varð fyrsti Bretinn í níu ár til að ná lagi í fyrsta sæti bandaríska Billboard listans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup