Lög James Blunt bönnuð á breskri útvarpsstöð

Of mikið af því góða
Of mikið af því góða Reuters

Bresk­um út­varps­hlust­end­um virðist þykja söngv­ar­inn James Blunt geðþekk­ari en góðu hófi gegn­ir. Útvaps­stöðin Essex FM, sem send­ir út í S-Englandi, hef­ur til­kynnt, að tvö lög eft­ir tón­list­ar­mann­inn verði hér eft­ir bönnuð á stöðinni.

Það eru lög­in „You're Beautif­ul“ og „Good­bye My Lover“ sem hafa verið bönnuð, en bæði hafa lög­in notið fá­dæma vin­sælda. Chris Cott­on, stjórn­andi stöðvar­inn­ar, tek­ur fram að aðstand­end­ur henn­ar hafi ekk­ert á móti söngv­ar­an­um en hlust­end­ur hafi ein­fald­lega fengið nóg.

Mik­ill þrýst­ing­ur er á út­varps­stöðvar frá plötuiðnaðinum um að leika vin­sæl lög, sem þýðir að sama tón­list­in er oft end­ur­tek­in í sí­fellu svo mörg­um finnst nóg um. Cott­on seg­ir að stöðin sé ein­fald­lega að bregðast við ábend­ing­um frá hlust­end­um og hvet­ur aðrar stöðvar til að fylgja for­dæm­inu.

James Blunt hef­ur notið mik­illa vin­sælda og hef­ur plata hans, „Back To Bedlam“, selst í bíl­förm­um um all­an heim. Hann varð fyrsti Bret­inn í níu ár til að ná lagi í fyrsta sæti banda­ríska Bill­bo­ard list­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima. Sýndu samstarfsvilja, vertu með opinn huga og leyfðu öðrum að létta undir með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima. Sýndu samstarfsvilja, vertu með opinn huga og leyfðu öðrum að létta undir með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell