Norsk-íslensk mynd vann til verðlauna á Cannes

Úr myndinni Den bryesomme mann.
Úr myndinni Den bryesomme mann.

Kvikmyndin Den bryesomme mann, eftir Jens Lien vann til verðlauna í Critic's Week flokknum, en hún var meðframleidd af þeim Ingvari Þórðarsyni og Júlíusi Kemp og tekin að hluta hér á landi síðasta sumar.

Kvikmyndin fjallar um fertugan mann sem kemur til undarlegrar borgar án nokkurs minnis hvernig hann komst þangað. Með tímanum áttar hann sig á því að hann er kominn í sitt eigið líf eftir dauðann. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes en sýningar hérlendis eru áætlaðar í haust, að því er kemur fram í tilkynningu.

Verkefnið er samframleiðsluverkefni Torden Film í Noregi og Kvikmyndafélags Íslands, með þátttöku Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup