Kvikmyndin Den bryesomme mann, eftir Jens Lien vann til verðlauna í Critic's Week flokknum, en hún var meðframleidd af þeim Ingvari Þórðarsyni og Júlíusi Kemp og tekin að hluta hér á landi síðasta sumar.
Kvikmyndin fjallar um fertugan mann sem kemur til undarlegrar borgar án nokkurs minnis hvernig hann komst þangað. Með tímanum áttar hann sig á því að hann er kominn í sitt eigið líf eftir dauðann. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes en sýningar hérlendis eru áætlaðar í haust, að því er kemur fram í tilkynningu.
Verkefnið er samframleiðsluverkefni Torden Film í Noregi og Kvikmyndafélags Íslands, með þátttöku Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.