Kvikmyndaleikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt hafa afhent yfirvöldum í Namibíu rúmlega tuttugu milljónir íslenskra króna sem þau vilja að notaðar verði til hjálpar fátækum börnum. Gjöfin er gefin í tilefni af fæðingu dóttur þeirra, Shiloh Nouvel, og segir Leon Jooste, umhverfis- og ferðamálaráðherra landsins, að henni verði varið til að bæta aðstöðu á fæðingardeildum landsins.
Þá hafa þau heitið andvirði rúmlega milljón króna til byggingar skóla og menningarmiðstöðvar í bænum Swakopmund í Namibíu.
Barn Jolie og Pitt er fætt í Namibíu þar sem parið eyddi tveimur síðustu mánuðum meðgöngunnar