Rolling Stones tilkynna um hljómleikaferð

Keith Richards náði ekki kókoshnetunni
Keith Richards náði ekki kókoshnetunni Reuters

Hljómsveitin Rolling Stones lætur ekki deigan síga þrátt fyrir meiðsl og háan aldur. Talsmenn sveitarinnar hafa nú lýst því yfir að gítarleikarinn Keith Richards sé heill heilsu, eftir að hafa fallið úr pálmatré fyrir nokkrum vikum, og að nýjar dagsetningar hafi verið ákveðnar á fyrirhugaðri hljómleikaferð.

Hljómleikaferðin hefst þann 11. júlí í Mílanó á Ítalíu og kemur hljómsveitin fram á 21 tónleikum í 11 Evrópulöndum.

Keith Richards hlaut alvarleg höfuðmeiðsl fyrir rúmum mánuði þegar hann féll úr pálmatré eftir að hann reyndi að krækja sér í kókoshnetu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir